Evrópska ungmennagáttin
Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

Atvinna í Evrópu

A picture
© fotolia.com - goodluz
Við vitum jú að atvinnuleysi meðal ungmenna í Evrópu er hátt – en þó var næstum helmingur þeirra sem fundu sér vinnu á árinu 2010 á aldrinum 19 til 29. Þetta þýðir að næstum 20 milljónir ungra Evrópubúa fundu sér vinnu árið 2010. Hvernig gætir þú orðið einn þeirra?

Að sjálfsögðu gætir þú byrjað með því að hafa samband við næstu atvinnumiðlun heima fyrir.

Svo er líka til EURES evrópska vinnumiðlunarnetið, sem tengir saman yfir  5.000 staðbundnar opinberar atvinnumiðlanir um alla Evrópu og tengir atvinnuleitendur saman við vinnuveitendur og býður auk þess upp á virka stuðningsþjónustu.

 

Hvenær getur maður byrjað að vinna?

Samkvæmt banni því sem gildir allsstaðar í EB um banni við vinnu barna, þá er þér ekki leyfilegt að stunda vinnu ef þú ert undir 15 ára aldri eða er enn í skyldunámi – enda þótt að til séu ein eða tvær undanþágur sem gætu leyft þér að vinna annað hvort 13 eða 14 ára.

Einnig eru í gildi EB heilsu- og öryggisreglur sem er sérstaklega ætlaðað vernda ungt fólk undir 18 ára aldri. Í þeim eru meðal annars tíunduð þau störf sem ekki henta ungu fólki – störf sem útheimta andlega eða líkamlega getu sem þér er ofviða eða fela í sér að komast í snertingu við hættuleg efni.

EB reglur um vinnuskilyrði ungs fólks.

 

Stórefldu möguleika þína

 • Gefðu þér góðan tíma og vandaðu þig við að semja góða ferilskrá.
 • Passaðu uppá að þínar persónuupplýsingar á netinu – á samskiptasíðum og álíka – vinni ekki gegn þér. Margir vinnuveitendur nota nú netið til þess að komast að meiru um umsækjendur. Framkvæmdu leit að sjálfum þér og athugaðu hvað dúkkar upp.

 • Vertu virkur
  • hafðu samband við fyrirtæki milliliðalaust, jafnvel þótt þau séu ekki að auglýsa
  • reyndu að koma því svo fyrir að þú skerir þig úr hópnum
  • spurðu vini og kunningja hvort þeir viti um einhver laus störf
  • fullvissaðu þig um að allir tengiliðir þínir viti að þú ert á lausu og yfir hvaða færni og hæfileikum þú býrð.
 • Íhugaðu að fara á faggreina- eða starfsþjálfunar námskeið – mörg fyrirtæki kunna að meta umsækjendur sem hafa upp á eitthvað meira að bjóða en bara skólaferil.

Útgefið efni: Mán, 22/04/2013 - 10:24


Tweet Button: 

Skyldir tenglar


Info for young people in the western balkans

Vantar þig ráðgjöf sérfræðings?

Ask us!