Evrópska ungmennagáttin
Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

Unghugar

Geðraskanir hugarafl
Hugarafl
Hugmyndin að stofnun Unghuga var að mæta þörfum ungs fólks, sem hefur upplifað geðraskanir eða aðra erfiðleika.
Hugmyndin að stofnun Unghuga var að mæta þörfum ungs fólks, sem hefur upplifað geðraskanir eða aðra erfiðleika.
 

Hvað gera Unghugar?

Unghugar halda vikulega fundi á miðvikudögum kl. 18 þar sem þeir skipuleggja starf sitt. Einnig eru þeir með spilakvöld alla föstudaga kl. 20. Boðið er upp á reynslustund með sálfræðingi (hópumræða), vídeókvöld og bíóferðir. Unghugar hafa ýmislegt fyrir stafni utan hefðbundnar dagskrár, þar má nefna pool, keiluferðir, sund, sumarbústaðarferðir, veislur, útilegur, Heiðmerkurferðir og margt, margt fleira. Starf Unghuga er lagað eftir áhuga meðlima hverju sinni.
 

Fyrir hvað standa Unghugar?

Hugmyndin að stofnun Unghuga var að mæta þörfum ungs fólks sem hefur upplifað geðraskanir eða aðra erfiðleika. Það er nokkuð algengt að upplifa félagslega einangrun eftir að hafa glímt við andleg veikindi og erfitt er að feta veginn aftur út í lífið. Einhverjir eru að glíma við veikindin og aðrir eru á batavegi. Sumir hafa náð að halda áfram námi eða starfi á meðan á veikindum stóð og aðrir ekki. Þessa einstaklinga vantar oft vettvang til þess að hitta annað ungt fólk sem er í svipuðum sporum eða hefur svipaða reynslu að baki. Unghugar geta verið sá vettvangur. Unghugar starfa eftir sömu starfsreglum og Hugarafl, með jafningjagrunn og valdeflingu að leiðarljósi.
 

Hvernig er hægt að taka þátt?

Unghugar eru samtök hugsuð fyrir fólk á aldrinum 18-34 ára sem hefur upplifað geðröskun eða aðra andlega erfiðleika. Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í starfi Unghuga er þér bent á að hringja í Unghugasímann (s: 611-8499) og panta forviðtal.
 

Hjá Unghugum er hægt að...

  • losna úr félagslegri einangrun;
  • kynnast öðru fólki með geðraskanir og deila reynslu;
  • styrkjast sem einstaklingur (tekin eru oft raunveruleg dæmi um Unghuga sem glímt hafa við mikla félagsfælni og geta nú tekið til máls ófeimnir);
  • eignast vini;
  • hafa eitthvað að gera;
  • skapa sín eigin tækifæri, verkefni og viðburði eftir áhugasviði;
  • vinna að bata;
  • skemmta sér!
 

Unghugar

Borgartúni 22
105 Reykjavík
Sími: 611-8499
Netfang: unghugar@hugarafl.is
 
 
 
Þessi grein er unnin í samstarfi við Áttavitann

Útgefið efni: Þri, 21/05/2013 - 14:16


Tweet Button: 

Skyldir tenglar


Info for young people in the western balkans

Vantar þig ráðgjöf sérfræðings?

Ask us!