Europese Jongeren Site
Informatie en kansen voor jongeren in heel Europa.

Áttavitinn - Allt um alls konar

Áttavitinn
Áttavitinn er heimasíða sem svarar spurningum sem brenna á ungu fólki!

Hvað er Áttavitinn ? 

Áttavitinn.is er upplýsingagátt fyrir ungt fólk. Þar má finna allt um allskonar; nám, vinnu, fjölskyldu, vini, samfélagið, peninga, kynlíf, heilsu, réttindi og fleira og fleira. Einnig er hægt er að senda inn nafnlausar spurningar um heilsu, sambönd, kynlíf og fleira og fá skjót svör frá sérfræðingum í samstarfi  við Tótalráðgjöf. Hér er brot af því besta:
 

Vissir þú að...

  • Stéttarfélög veita félagsmönnum sínum gjarnan styrki til náms og fleira?
  • Á vef Umhverfisstofnunar má finna upplýsingar um “grænt kynlíf?” http://www.ust.is/einstaklingar/graenn-lifsstill/heimilid/graent-kynlif
  • Með því að drekka/þamba vatnsglas leið og þú rumskar ertu fljótari að vakna?
  • Anarkismi er pólitísk hugmyndafræði sem byggir á þeirri grunnhugsun að enginn einn einstaklingur eigi rétt á því að hafa vald yfir öðrum?
  • Einstaklingur sem býr í Norðvesturkjördæmi hefur um tvöfalt meiri áhrif á það hver situr á Alþingi heldur en einstaklingur sem býr í Reykjavík?
  • Stjórnmál tilheyra ekki bara hinu opinbera; almenningur, félagasamtök og fyrirtæki geta haft áhrif á stjórn samfélagsins með ýmsum hætti í lýðræðissamfélögum?
  • Það er í lagi að tjalda við alla aðalvegi og á óræktuðu landi yfir eina nótt? Vilji maður hins vegar tjalda nærri húsi ber manni að fá leyfi hjá húseiganda.
  • Bensínkostnaður fyrir 15.000 km akstur á litlum fólksbíl kostar um 264.000 krónur á ári. Ofan á það bætast svo við tryggingar, skoðun, hjólbarðar, viðhald, bílastæðagjöld og margt fleira. (árið 2012)?
  • Verðbólga þýðir í raun að verð á vöru bólgnar út? Með öðrum orðum, þá hækkar það. Svo dæmi sé tekið: Ef epli kostar 100 krónur í ársbyrjun 2012 en kostar svo 106 krónur um mitt ár, þá er 6% verðbólga.
 
Kíktu við á Áttavitann og fáðu svör við spurningunum þinum. 
 
 
Þessi grein er unnin í samstarfi við Áttavitann

Gepubliceerd: Di, 21/05/2013 - 14:55


Tweet Button: 

Gerelateerde links


Info for young people in the western balkans

Deskundige hulp of advies nodig?

Een vraag? Klik hier!