Evrópska ungmennagáttin
Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

Ungliðahreyfing Íslandsdeildar Amnesty

Ung amnesty
Ungliðahreyfing Íslandsdeildar Amnesty International
Samtökin Amnesty International er alþjóðleg hreyfing fólks sem berst fyrir því að alþjóðlega viðurkennd mannréttindi séu virt og að allir njóti verndar þeirra.

Hvað gerir ungliðahreyfing Amnesty ?

Ungliðahreyfingin var stofnuð vorið 2012 og samanstendur af ungum aðgerðarsinnum á aldrinum 16-25 ára sem vilja láta til sín taka í baráttunni gegn mannréttindabrotum. Meðal þess sem Ungliðahreyfingin gerir í starfi sínu er að skipuleggja ýmsar uppákomur til að vekja fólk til umhugsunar um baráttumál Amnesty International - sem eru t.d. að berjast gegn pyndingum, dauðarefsingum, fátækt og hjálpa samviskuföngum. Reglulega eru haldnir fræðslufundir um þau málefni sem helst eru á döfinni hverju sinni, undirskriftasafnanir, kvikmyndasýningar, mótmæli og ýmislegt fleira.
 

Fyrir hvað stendur hreyfingin?

Samtökin Amnesty International er alþjóðleg hreyfing fólks sem berst fyrir því að alþjóðlega viðurkennd mannréttindi séu virt og að allir njóti verndar þeirra. Hreyfingin trúir því að mannréttindabrot komi öllu fólki við, hvar svo sem þau eru framin.
Ungir aðgerðarsinnar gegna mikilvægu hlutverki í herferðum Amnesty um víða veröld. Þeir eru oft virkustu félagarnir okkar, sýna ótrúlega sköpunargáfu og eldmóð í öllu sem þeir gera, jafnt innan veggja skólanna sem og utan þeirra.
Ungliðahreyfing Amnesty er tilvalinn vettvangur fyrir hugsandi ungt fólk sem hefur neista í sér til að skapa betri heim, kynna sér málefni líðandi stundar og kynnast jafnöldrum sínum sem deila sömu sýn.
 

Hvernig er hægt að taka þátt í starfinu ?

Ungliðahreyfing  Íslandsdeildar Amnesty International býður öllum á aldrinum 16-25 ára velkomna að ganga til liðs við sig. Hægt er að hafa samband á Fésbókinni, í gegnum tölvupóst (ung@amnesty.is) eða hringja á skrifstofu félagsins. Sími þar er 511-7900.
 

Hjá Ungliðahreyfingu Amnesty er hægt að...

  • skrá sig á póst- og SMS-lista;
  • sækja um í stjórn Ungliðahreyfingar Íslandsdeildar Amnesty fyrir nýtt skólaár;
  • kynnast mörgu hressu og skemmtilegu fólki;
  • fræðast um hluti sem ekki eru kenndir í skólum;
  • taka þátt í: mótmælum; ýmsum gjörningum, t.d. múgleiftri (e. flashmob); hugmyndasamkeppnum; undirskriftasöfnunum; samskiptum við fjölmiðla; bréfamaraþonum og kvikmyndasýningum. 
  • og síðast en ekk síst að hjálpa til við að gera heiminn að betri stað!
 

Hvar er ungliðahreyfing Íslandsdeildar Amnesty International ?

Þingholtsstræti 27
101 Reykjavík
Skrifstofusími: 511-7900
Netfang: ung@amnesty.is
 
 
Þessi grein er unnin í samstarfi við Áttavitann

Útgefið efni: Mið, 22/05/2013 - 16:38


Tweet Button: 

Skyldir tenglar


Info for young people in the western balkans

Vantar þig ráðgjöf sérfræðings?

Ask us!