Evrópska ungmennagáttin
Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

Hvernig finnur fólk nám erlendis ?

Nám erlendis - Flugvél
Hvernig finnur fólk nám erlendis ?
Jafnvel þó fólk hafi mjög skýra hugmynd um hvað það vilji læra, þá vita fæstir hvar skuli byrja þegar leitað er að námi

Að finna nám erlendis

Jafnvel þó fólk hafi mjög skýra hugmynd um hvað það vilji læra, þá vita fæstir hvar skuli byrja þegar leitað er að námi. Hér að neðan má finna nokkur tól og síður sem ættu að auðvelda fólki leitina af draumanáminu.

  • Upplýsingastofa um nám erlendis er góður staður til að byrja á. Á heimasíðu þeirra er hægt að hefja leit af námi eftir löndum  og finna þannig viðeigandi leitartól. Einnig er hægt að hafa samband við skrifstofuna í gegnum síma eða mæta á staðinn.
  • GradSchools er leitarvél fyrir háskólanám alls staðar í heiminum. Þar má leita eftir löndum, fylkjum, fögum, námsstigi og fleira. Góð síða til að hefja leitina.

 

Nám á Norðurlöndum

Öll Norðurlöndin halda úti opinberum síðum þar sem hægt er að leita að námi eftir ýmsum leiðum. Einnig eru til síður sem eru sérsniðnar að námi á ensku. Hér fyrir neðan má finna hlekki á þær.

 

Nám í Evrópu

StudyPortals er þæginleg og aðgengileg leitarvél fyrir nám í allri Evrópu. Þar er hægt að leita eftir löndum, fögum, námsstigi og fleira. Ploteus er önnur leitarvél fyrir nám í Evrópu. Síðan hefur verið þýdd að hluta til yfir á íslensku. 

 

Nám í Bandaríkjunum

Fulbright stofnunin á Íslandi veitir íslenskum námsmönnum aðstoð við leit að námi og upplýsingar um allt sem viðkemur dvöl í landinu. Á heimasíðu Fulbright  má finna hlekki á leitarvélar og fjöldann allan af gagnlegum upplýsingum.

 

Grein er unnin í samstarfi við Áttavitann.is

Útgefið efni: Þri, 14/05/2013 - 18:33


Tweet Button: 

Skyldir tenglar


Info for young people in the western balkans

Vantar þig ráðgjöf sérfræðings?

Ask us!