Evrópska ungmennagáttin
Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

Kynntu þér skemmtilegasta háskólanámið!

Hressir nemendur í tómstunda og félagsmálafræði
Hressir nemendur í tómstunda og félagsmálafræði
Tómstunda og félagsmálafræði er skemmtilegt og fjölbreytt háskólanám á sviði menntavísinda sem býður upp á ótal starfsmöguleika tengda frítímaþjónustu, æskulýðsstarfi, félagsmálum, tómstundum og íþróttum.

Hér á Íslandi er ótrúlega skemmtilegt háskólanám í boði sem heitir tómstunda og félagsmálafræði og er kennt á menntavísindasviði. Þetta nám er afar fjölbreytt og kemur inn á mörg starfsvið tengd frítímanum, æskulýðsstarfi, félagsmálum,  tómstunda og íþróttastarfi  og hverskonar starfi með fólki á öllum aldri. 


•    BA Grunnnám, 180 einingar
•    BA aðalgrein, 120 einingar
•    Aukagrein, 60 einingar
•    M.Ed. Framhaldsnám, 120 einingar

 

Ef þú hefur áhuga á tómstundum, hópastarfi,  lýðræðislegri þátttöku, mannlegum samskiptum, útivist og óformlegu námi er þetta klárlega nám fyrir þig.  Áfangarnir sem eru kenndir eru meðal annars útinám og náttúra, viðburðastjórnun,  jafnrétti og samfélag, þroskasálfræði og tómstundafræði og leiðtoginn, svo er líka hægt að skrá sig í spennandi sumar áfanga sem felst í gönguferð í óbyggðum Íslands. 

 

Ólíkt öðru háskólanámi þá er mætingarskylda í alla áfangana í þessu námi og lítið um lokapróf, heldur vegur virkni í tímum og verkefni meira í staðin. Verkefnin sem nemendur gera felast oft í framkvæmd á  verkefnum og vettvangsferðum. Námskeiðin eru kennd með sveiganlegum hætti, bæði í staðnámi og fjarnámi svo þetta nám hentar sem flestum.  Fjöldi nemenda á hverju námsári er á bilinu 30 – 50 manns og það myndast oftast góður og þéttur bekkjarandi hjá nemendum. Kennararnir eru mjög vingjarnlegir og duglegir við að aðstoða nemendur við verkefni og annað. 

 

Í háskólanum er mikið og fjörugt félagslíf í boði og nemendur í tómstunda og félagsmálafræði eru í  nemendafélag sem heitir Tumi.  Nemendafélagið Tumi samanstendur af nemum í  tómstunda og félagsmálafræði, þroskaþjálfafræði og starfstengdu diplómanámi fyrir fólk með þroskahömlun.  Það er alltaf eitthvað spennandi um að vera hjá Tuma og fjölbreyttir viðburðir haldnir og stærri viðburðir sem haldnir eru með fleiri nemendafélögum. 

 

Útgefið efni: Fös, 04/04/2014 - 17:21


Tweet Button: 

Skyldir tenglar


Info for young people in the western balkans

Vantar þig ráðgjöf sérfræðings?

Ask us!