Evrópska ungmennagáttin
Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

Alþjóðatorg ungmenna

Alþjóðatorg ungmenna rauði krossinn red cross multicultural youth square
(c) Alþjóðatorg ungmenna - Multicultural Youth Square
Alþjóðatorg er fjölmenningarlegur vettvangur þar sem ungt fólk getur sótt félagsskap og stuðning.

Hvað er Alþjóðatorg?

Alþjóðatorg ungmenna er eitt af fjölmörgum verkefnum Rauða kross Íslands. Alþjóðatorg er fjölmenningarlegur vettvangur þar sem ungt fólk getur sótt félagsskap og stuðning, þróað hæfileika sína og mótað og komið í framkvæmd verkefnum sem styðja við menningarlega fjölbreytni.
Alþjóðatorg ungmenna hefur nú þegar orðið ungu fólki af erlendum og íslenskum uppruna kærkominn samkomustaður þar sem þau geta mæst sem jafningjar. Alþjóðatorgið er einnig vettvangur annarra sem vilja vinna með þeim að sköpun nýrra tækifæra á leið til áhrifa og auðgunar fyrir samfélagið.
 

Fyrir hverja er Alþjóðatorg?

Markhópar Alþjóðatorgs eru ungmenni á aldrinum 16-30 ára með fjölbreytilegan bakgrunn og innfædd ungmenni sem bera virðingu fyrir og styðja fjölmenningarstefnu.
 

Fyrir hvað stendur Alþjóðatorg?

Kjarnanum í starfsemi Alþjóðatorgs má lýsa með fáum orðum:
  • Að styðja og meta ungt fólk að verðleikum
  • Að ýta undir styrkleika þeirra og hæfileika;
  • Að undirstrika gildi menningar, hefða og fjölbreytileika
 

Alþjóðatorg leitast við að:

  1. gefa ungmennunum tækifæri til að reyna á leiðtogahæfileika sína og taka virkan þátt í formlegu starfi
  2. byggja upp umhyggju og stuðning við ungmennin með starfsfólki, sjálfboðaliðum og Amigo félagsvinum (mentorum).
  3. viðurkenna að uppvöxtur og árangur ungs fólks er nátengdur því samfélagi sem þau búa í
  4. beita samskiptatækni sem gerir fullorðnum kleift að tengjast ungu fólki á þægilegan og hjálplegan hátt, sem ekki virkar ógnvekjandi á hina ungu. Slík samskiptatækni ætti að auðvelda starfsfólki og sjálfboðaliðum að hafa áhrif á unga fólkið, byggja þau upp sem sterka leiðtoga og góðar fyrirmyndir meðal þeirra eigin fólks og í hinu stærra samfélagi.
 

Hvernig hef ég samband við Alþjóðatorg?

Formaður er Marius Maciulskis, mariusmac@hotmail.com.
Verkefnastjóri er Marín Þórsdóttir, s. 545 0411, marin@redcross.is
 
 
 
Greinin er að öllu leiti byggð á vefsíðu Rauða Krossins, með leyfi RK, og birt í samstarfi við Áttavitann.
 

Útgefið efni: Mið, 22/05/2013 - 14:58


Tweet Button: 

Skyldir tenglar


Info for young people in the western balkans

Vantar þig ráðgjöf sérfræðings?

Ask us!