Evrópska ungmennagáttin
Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

Ólympíuhátíð evrópskra ungmenna: litlu Ólympíuleikarnir fyrir stjörnur framtíðarinnar

A picture
© fotolia.com - zaretskaya
Ólympíuhátíð evrópskra ungmenna, sem haldin er bæði að vetri og sumarlagi annaðhvert ár sem fellur á oddatölu, eru stærstu íþróttaviðburðurnir fyrir unga evrópska afreksmenn sem stefna að því að ná árangri á alþjóðavettvangi. Á þessum hátíðum fá þátttakendurnir að kynnast öllum hliðum raunverulegra Ólympíuleika.

Hátíðinni var hleypt af stokkunum árið 1990 og kallaðist þá „Ólympíudagar  evrópskra ungmenna”, en nú, undir heitinu Ólympíuhátíð  evrópskra ungmenna (EYOF), þá er hún eini fjölgreina íþróttaviðburðurinn í Evrópu og er hún haldin að frumkvæði Sambands  evrópskra Ólympíunefnda (EOC). Með því að koma EYOF á, þá hefur Evrópa fylgt í fótspor annarra heimsálfa, eins og til dæmis Asíu, sem þegar var búin að koma sér upp slíkum leikum.

 

Hverjir taka þátt?

Sumar- og vetrarleikum Ólympíuhátíðar  evrópskra ungmenna er ætlað að ná til ungra íþróttamanna allstaðar úr Evrópu á aldrinum milli 14 og 18 ára. Á að giska 2.500 þátttakendur munu stefna á sumarleikana en á vetrarleikunum er fjöldi þeirra áætlaður um 1.300.

Þær níu Ólympísku greinar sem einnig er keppt í á EYOF eru: frjálsar íþróttir, körfubolti, hjólreiðar, fimleikar, handbolti, júdó, sund, tennis og blak.

Þú getur líka tekið þátt í EYOF með því að gerast sjálfboðaliði í öðrum hvorum leikunum.

 

„Þessi hátíð er geysimikill hvati fyrir unga  evrópska íþróttamenn, vegna þess að afreksferill þeirra öðlast þar merkingu strax í upphafi.”
Jacques Rogge, forseti Alþjóða Ólympíunefndarinnar og stofnandi EYOF

 

Hver er tilgangurinn?

Grundvallarreglur EYOF taka mið af Ólympíusáttmála Pierre de Coubertins. Íþróttaviðburður þessi á að stuðla að betri og friðsamari heimi með því að uppfræða og mennta ungt fólk, en hér fer það fram fyrir milligöngu íþróttanna. Með Ólympíuhugsjónina að leiðarljósi, þá stuðla leikarnir að því að auka gagnkvæman skilning, þar sem hvers konar mismunun er úthýst, með hjálp vináttu, samstöðu og drengilegrar keppni.

EYOF leikarnir fara fram á sama hátt og Ólympíuleikarnir: það eru bæði opnunar- og lokahátíðir, Ólympíueldurinn logar sífellt meðan á leikunum stendur, þjóðsöngvar eru leiknir til heiðurs sigurvegurum og þjóðfánar allra þeirra sem vinna til verðlaunapeninga eru dregnir að húni.