Evrópska ungmennagáttin
Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

Rafrænt einelti: þegar ofsóknirnar færast yfir á netið

A picture
© shutterstock.com - Pressmaster
Við það að ungt fólk er farið að nota snjallsíma og internetið reglulega, þá hefur rafrænt einelti aukist töluvert á undanförnum árum. Viltu vita hvernig á að berjast gegn því og koma í veg fyrir það?

Rafrænt einelti kallast það þegar ungt fólk er kvalið, gert berskjaldað, niðurlægt, ofsótt, angrað, komið í vandræði, ógnað eða tekið fyrir af öðru ungu fólki sem notar til þess tölvupóst, textaskilaboð, spjallrásir, farsíma, aðrar samskiptasíður á netinu eða annarskonar tæknilegar aðferðir. Ef um fullorðna er að ræða, þá tölum við frekar um áreitni á netinu eða rafræna eltihrella, þar sem hugtakið rafrænt einelti er eingöngu notað um þá sem eru ólögráða.

 

Baráttan gegn rafrænu einelti

Evrópuráðið hleypti af stokkunum átakinu ungt fólk sem berst gegn haturstali á netinu til þess að berjast gegn kynþáttahatri og mismunun í netheimum. Á árabilinu 2012 til 2014, þá verður ungu fólki og ungmennasamtökum gefinn kostur á að hljóta þjálfun í því að bera kennsl á og hamla gegn slíkum uppákomum. Átakspunkturinn verður námskeið og herferð á netinu, þar sem lykilorð verkefnisins verða átak og inngrip.

 

Ónettengdar aðgerðir

Rafrænt einelti fer að vísu fram á netinu, en það er margt og mikið sem þú getur gert til þess að hamla gegn því í hinum ónettengda heimi. Á vefnum Stöðvum rafrænt einelti má sækja sér verkfærasettið Stöðvum rafrænt einelti, en þar geta menn fundið heilmiklar upplýsingar um hvernig koma má í veg fyrir og berjast gegn rafrænu einelti bæði í þínum skóla og nánasta umhverfi.

 

Gerðu varúðarráðstafanir

Það getur verið illgerlegt að forðast rafrænt einelti, þar sem Internetið er aðgengilegt allsstaðar og á öllum tímum og fórnarlömbin geta ekki bara slökkt á tölvunni sinni eða snjallsímanum til þess að því linni. Ins@fe kemur með ýmsar ráðleggingar handa ykkur um hvernig þið getið sett upp varnargirðingar á netinu, til dæmis með því að hafa einkaupplýsingar um ykkur á samskiptavefjum læstar og með því að adda ekki fólki sem þið hvorki þekkið né treystið.