Evrópska ungmennagáttin
Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

Losaðu þig við stressið

no stress
© Thornypup - Flickr, CC by 2.0
Hvort sem það er vegna yfirvofandi prófa, mikilla anna í vinnunni eða meiri háttar ákvarðana að taka komumst við öll fyrr eða síðar í kynni við streitu. Reyndu að halda ró þinni og sjá við henni!

Halda áfram í námi, leita að vinnu eða ferðast um heiminn? Finna eigið húsnæði eða búa aðeins lengur á „hótel Mömmu“? Spara peninga til mögru áranna, eyða þeim eða fjárfesta? Festa ráð sitt eða halda áfram að lifa áhyggjulausu lífi einhleypingsins? 

Þetta eru aðeins nokkrar þeirra spurninga sem leita fyrr eða síðar á þá sem fæddir eru á árunum milli 1980 og 2000 (svokölluð þúsaldarbörn). Auk þeirra bætast kannski við fjárhagsleg úrlausnarefni: endurgreiða námslán, borga reikningana í hverjum mánuði eða komast af á lágum launum. Það er nóg til að gera hvern sem er stressaðan! Og þegar við bætast erfiðleikar í efnahagslífinu og atvinnuleysi unga fólksins þá er ekkert skrítið að vísindamenn skuli hafa komist að þeirri niðurstöðu þegar í árslok 2012 að þúsaldarbörnin séu meira þjökuð af streitu en aðrar kynslóðir.

 

En hversu grátt sem útlitið er felst lausnin ekki í því að láta streituna ná yfirhöndinni. Þú getur engu breytt um stöðuna á vinnumarkaðnum, kostnað vegna náms eða verð á húsnæði. Besta ráðið er að taka ekki of margar ákvarðanir í einu – taktu lífinu með ró! Eftirfarandi ábendingar gætu hjálpað þér að yfirvinna streitu:

 

  • Reyndu að komast að af hverju streitan stafar, ástæðan gæti verið eitthvað sem þú getur breytt. Prófunum þarf víst að ljúka hvað sem tautar, en kannski væri ráðlegt að skipuleggja námið og próflesturinn og láta hlutina ekki bíða fram á síðustu stundu? Þú vilt kannski ekki þurfa að segja upp vinnunni en ef til vill geturðu lært að segja „nei“ aðeins oftar eða látið starfsfélaga vita að framkoma hans/hennar sé streituvaldandi?
  • Hreyfðu þig: regluleg líkamshreyfing heldur þér í formi, er góð fyrir hjartað og bætir svefninn — ekki síst ef þú borðar líka holla fæðu. Og það sem meira er: þér líður betur. Drífðu þig sem sagt á hjólið, smeygðu þér í hlaupaskóna eða slepptu þér á dansgólfinu! 
  • Slakaðu á: þetta er gömul vísa en aldrei of oft kveðin. Að stunda jóga, anda djúpt, fara í göngutúr eða kíkja í bók – allt þetta hjálpar til að lækka blóðþrýstinginn og slaka á vöðvum, og vinnur þannig á móti neikvæðum áhrifum streitu. Að taka lyf án læknisráðs, neyta áfengis eða reykja getur virst lokkandi svar við streitu en gerir lítið gagn til lengdar.
  • Talaðu við fjölskyldu & vini ef streitan á sér einhverjar sérstakar orsakir, það er stundum mikill léttir að tala um vandamálin við einhvern — og kannski færðu góð ráð að auki. Aðrir eru líka færir um að sjá hlutina út frá öðru sjónarhorni og benda á jákvæðu hliðarnar.
  • Brostu: horfðu á uppáhalds gamanþættina þína, lestu fyndna bók eða hringdu í vin sem kemur þér til að hlæja. Þegar eitthvað kemur út á þér brosinu myndast hormón sem auka vellíðan þína og minnka streitu.

Útgefið efni: Fim, 19/03/2015 - 14:15


Tweet Button: 


Info for young people in the western balkans

Vantar þig ráðgjöf sérfræðings?

Ask us!