Evrópska ungmennagáttin
Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

Þegar rofar til eftir reykjarmökkinn

A picture
© iStockphoto.com - Kuzma
28% Evrópubúa reykja, þar með talið 29% ungra Evrópumanna á aldrinum 15-24 ára. Næstum öll tóbaksneysla hefst í æsku og unglingsárum. Upplýstu sjálfan þig og aðra um réttu kostina!

Reykingar eru ennþá stærsta einstaka orsök veikinda eða dauðsfalla sem koma hefði mátt í veg fyrir innan EB. Sígarettur innihalda fjölmörg eiturefni auk níkótíns sem er einstaklega ávanabindandi fíkniefni sem leiðir fljótt til þess að ungt fólk sem byrjar að fikta við reykingar fer fljótlega að reykja á hverjum degi.
 

Viltu hætta að reykja?

Ef þú ert ungur reykingamaður og ert að hugsa um að hætta, þá ættir þú að kíkja á nýjasta átaksverkefni framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins fyrrum reykingamenn eru óstöðvandi. Þar er boðið upp á hagnýtar ráðleggingar um hvernig á að hætta en auk þess frumlega aðferð sem þeir kalla iCoach. Það má líta á þennan vettvang sem einskonar stafrænan einkaþjálfara sem hjálpar þér til þess að hætta á þeim hraða sem þér hentar. iCoach er ókeypis og fáanlegur á hinum 23 opinberu tungumálum EB. Hann athugar reykingavenjur þínar og býður þér svo daglega uppá sérsniðin ráð.

Fjölmörg lönd hafa einnig sett á fót hjálparlínur eða stuðningmiðstöð á netinu sem geta vísað þér veginn í átt að reykingalausri framtíð.

 

Vilt þú hjálpa til að bæta almenningsvitundina?

Á reyklausa deginum í heiminum (31. maí ár hvert) eiga sér stað margs konar viðburðir og frumkvæði í þá átt að gera fólk meðvitaðra um þann gríðarlega toll sem reykingar taka með sjúkdómum og dauðsföllum þeim tengdum. Ef þú vilt stíga á stokk og taka þátt í baráttunni gegn tóbaki þá er margskonar kynningarefni í slíka herferð fáanlegt.

 

Reykingar og löggjafinn

Evrópusambandið mælir með því að lágmarksaldur til reykinga skuli skilgreindur sem 18 ár. Eins og staðan er núna, þá beita 21 af hinum 27 aðildarríkjum þessu lágmarki, en Austurríki, Ítalía, Malta, Holland, Belgía og Lúxemborg hafa stillt því við 16 ár.

Til þess að koma í veg fyrir að fólk verði fyrir skaða af völdum óbeinna reykinga, þá hafa fjölmörg EB-ríki innleitt stranga lagasetningu gegn reykingum sem kveður á um að reykingar séu bannaðar á nánast öllum vinnustöðum innanhúss og á stöðum þar sem almenningur kemur saman, þar með taldir barir og veitingahús.

Reyklausa landabréfið sem gefið er út af Smoke Free samtökunum sýnir manni hvernig gengur að innleiða lagasetningu um reykleysi á landsvísu vítt og breitt um Evrópu.