Evrópska ungmennagáttin
Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

Borðaðu betur og þér mun líða betur

A picture
© shutterstock.com - monticello
Að borða heilsusamlega er ekki það sama og að vera á matarkúr heldur eru það góðar matarvenjur sem leiða til heilsusamlegs lífernis. Ertu tilbúinn fyrir nokkrar ráðleggingar?

Evrópska matarráðleggingaráðið stingur uppá 10 ráðleggingum til að borða heilsusamlega:

  1. Borðaðu fjölbreyttan mat
  2. Byggðu mataræði þitt einkum á fæðu sem er kolvetnisrík
  3. Njóttu þess að borða mikið af ávöxtum og grænmeti
  4. Gættu þess að viðhalda heilsusamlegri líkamsþyngd og að láta þér líða vel
  5. Borðaðu smærri skammta – dragðu úr neyslu, en ekki fella brott fæðutegundir
  6. Borðaðu reglulega
  7. Drekktu mikið af vökva
  8. Hreyfðu þig
  9. Byrjaðu núna! – og gerðu breytingarnar smám saman
  10. Mundu að allt byggist þetta á að hlutirnir séu í góðu jafnvægi

Æskan og umhverfið í Evrópu (YEE) – sem er umræðugrundvöllur  evrópskra æskulýðssamtaka sem leggja stund á náttúruskoðun eða eru virk í umhverfisvernd – kemur með dæmi um hvernig menn geta borða á heilsusamlegri hátt en haft jafnframt jákvæð áhrif á hið náttúrulega umhverfi okkar.

 

Að leika sér og læra

Hvað ættum við að borða? Hvað hreyfingu á að stunda? Hvað þurfa menn að vita til þess viðhalda heilbrigði og hreysti? Svörin við þessum spurningum má finna á Playnormous. Engu skiptir hvort þú ert barn, foreldri, kennari eða rannsóknamaður á heilsusviði: skemmtun hefur aldrei smakkast jafn vel!

Þú vissir að mjólk er heilsusamleg, en hversu mikið vissir þú um það í raun og veru? Þú getur komist að því með því að fara inná Milk Power spurningaleikinn hjá skólamjókuráætlun Evrópusambandsins! Hann er ekki bara um mjólk, heldur líka um jógúrt, osta, áfir og aðrar mjólkurvörur sem mikilvægar eru í sambandi við góðar neysluvenjur og hófstillt mataræði.

 

Bakgrunnsupplýsingar

Rannsókn sem gerð var af HELENA (Heilsusamlegt Líferni í Evrópu um Næringu Ungmenna) komst að þeirri niðurstöðu að ungt fólk gerir sér nú yfirleitt grein fyrir mikilvægi heilsusamlegs mataræðis og er sér meðvitað um að það er ekki ávallt að borða það sem hollast væri, en er samt í vandræðum með að gera á því bragarbót.