Evrópska ungmennagáttin
Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

Hugsið málið áður en þið skálið

A picture
© shutterstock.com - Nejron Photo
Vissir þú að Evrópa er það svæði þar sem áfengisneysla per mann er hvað hæst í heiminum? Kannaðu málið og hugleiddu svo hvort þú og vinir þínir ættu kannski að drekka minna eða jafnvel alls ekki?

Áfengi er næstmesti áhættuþáttur að því er varðar heilsutengd vandamál í Evrópu og ungt fólk axlar hlutfallslega mestu byrðarnar af þessum vanda. Á hverju ári, þá falla yfir 55.000 manns á aldrinum 15-29 ára vítt og breitt í Evrópu í valinn af orsökum sem rekja má til áfengis.

 

Þekktu þín takmörk

Tveir þriðju hlutar Evrópulanda hafa sett lágmarksaldurinn til þess að neyta áfengis við 18 ár og einn fimmti hluti landanna hafa sett lágmarksaldurinn vegna afgreiðslu á bjór eða víni við 16 ár. Þrjú lönd hafa alls engar takmarkanir vegna sölu á áfengi. Aðeins rúmlega fjórðungur íbúa EB er fær um að greina frá því hvert sé hið löglega hámarksmagn vínanda í blóði vegna aksturs í þeirra eigin landi – enda þótt hvert og eitt einasta þessara landa hafi sett einhvers konar takmörk á akstur undir áhrifum. Það má jafnvel sekta menn fyrir að ferðast um á reiðhjóli undir áhrifum.

 

TÖLUM UM ÁFENGI er vefur sem er stútfullur af upplýsingum og áhugaverðum hlutum sem vert er að skoða. Þar fær maður staðreyndirnar um hvað áfengi er í raun og veru, hvernig það hefur áhrif á ungt fólk og hvaða lög menn ættu að þekkja. Þarna getur þú fengið hjálp við að taka þínar eigin ákvarðanir að því er varðar áfengi. Heilbrigðisráðuneytið í þínu landi, lýðheilsustöð eða næsta upplýsingamiðstöð fyrir ungt fólk getur einnig gefið þér ítarlegri upplýsingar.

 

Vertu virkur í því að hjálpa öðrum við að taka upplýstar ákvarðanir

 Tengslanet ungmenna um stefnumörkun í áfengismálum (APYN) stendur opið fyrir öllum umgmennasamtökum og klúbbum sem vilja starfa með það að markmiði að draga úr skaðlegum áhrifum áfegnisneyslu, en njóta ekki styrkja eða stuðnings frá áfengisframleiðendum.

Hlutverk tengslanetsins er að skapa vitundarvakningu meðal ungs fólks vítt og breitt um Evrópu um áfengistengd vandamál og gerast málsvarar fyrir betri áfengisstefnu, jafnt á heimaslóðum, á landsvísu og á alþjóðavettvangi. APYN býður einnig uppá þjálfun, hjálpargögn og leiðsögn um það hvernig þú getur hrint af stað þínu eigin átaksverkefni sem snýr að áfengistengdum stefnumálum.

 

Active - reglusemi, vinátta og friður eru  evrópsk ungmennasamtök sem hefur innan sinna vébanda rúmlega 500 ungmennahópa og 25.000 ungar manneskjur sem hafa ákveðið að ástunda reglusemi. Þau beita sér fyrir áfengislausum lífsháttum og bjóða upp á aðra möguleika fyrir þá sem ekki vilja taka það gott og gilt að áfengi sé eðlilegur hluti af okkar menningu. Active skipuleggur málstofur, þjálfunarnámskeið, ungmennaþing og félagsleg verkefni og beitir sér á pólitískum vettvangi í því augnamiði hvetja til áfengis- og vímuefnalauss umhverfis.

Ef þig langar til þess að bridda upp á þinni eigin herferð, þá býður hin alþjóðlega Stofnun um vímuefnalausan heim um á ókeypis fræðsluefni og upplýsingapakka, eins og til dæmis bæklinginn „Sannleikurinn um áfengið”.

Aðgerðaáætlun EB í þágu ungmenna reiðir fram stuðning vegna ungmennaskipta og átaksverkefna ungs fólks, einkum með það að markmiði að styrkja heilsusamlegt hegðunarmynstur.