Evrópska ungmennagáttin
Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

Baráttan gegn mansali

A picture
© fotolia.com - hikrcn
Ólögleg verslun með fólk er nútímabirtingarmynd þrælaverslunar. Þetta er mjög alvarlegur glæpur sem brýtur í bága við grundvallarmannréttindi. Nánast hver sem er getur orðið fórnarlamb slíkrar ólöglegrar verslunar af fjölmörgum ástæðum og þetta er að gerast allt í kringum okkur. Ertu hissa? Lestu þá áfram!

Að mati Sameinuðu þjóðanna þá er ólögleg verslun með fólk næst-stærsta uppspretta gróða hjá skipulögðum glæpasamtökum næst á eftir eiturlyfjasölunni.

 

Kynntu þér það betur

Til þess að gera sér grein fyrir umfangi vandamálsins, þá getur þú lesið teiknimyndasöguna Þú ert ekki til sölu sem Evrópuráðið lét útbúa. Sögurnar af Talínu, Fabíu, Yvo, Önnu  og  Sofíu sýna vel hinar ýmsu birtingarmyndir þessarar misneytingar. Baráttan gegn ólöglegri verslun með fólk er orðin eitt af helstu forgangsverkefnum Evrópuráðsins.

Meira um mansal frá SÞ

 

Opnaðu augun

Herferðin opnaðu augun sýnir manni hvernig ólögleg verslun með fólk stendur manni nær en flesta grunar, sérstaklega verslun með fólk sem ætlunin er að arðræna sem vinnuafl.

 

 

 

MIRROR-Transport_and_Harbouring_64sec.VOB

    

MIRROR-Exploitation_in_Textiles_70sec.VOB

 

 

Baráttudagurinn gegn mansali

Baráttudagur EB gegn mansali er haldinn hinn 18. október ár hvert. Hví ekki að vera viðriðinn hann? Árið 2010, þá gaf framkvæmdastjórn Evrópusambandsins út nýja tilskipun sem ætlað er að tryggja betri vernd og aðstoð við þá sem verða fórnarlömb ólöglegrar verslunar með fólk með það að markmiði að koma í veg fyrir slíka glæpi.

Útgefið efni: Mið, 08/05/2013 - 11:27


Tweet Button: 

Skyldir tenglar


Info for young people in the western balkans

Vantar þig ráðgjöf sérfræðings?

Ask us!