Evrópska ungmennagáttin
Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

Starfsnám hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE)

A picture
© OSCE Facebook Page
Þar sem að búa við öryggi skipar svo stóran sess í lífi okkar, þá lætur ÖSE til sín taka hina þrjá höfuðþætti þess: stjórnmála-og hernaðar; efnahags- og umhverfis; og hinn mannlega. Kannaðu hvernig þú getur tekið þátt í þessu!

Með sín 56 aðildarríki í Evrópu, Norður-Ameríku og Mið-Asíu, þá lætur ÖSE sig varða vopnaeftirlit, mannréttindi, réttindi minnihlutahópa, grundvallarréttindi, þróun í átt til lýðræðis, stefnumörkun í löggæslumálum og varnir gegn hryðjuverkum. Þú getur tekið þátt í þessu – með 2-6 mánaða löngu en ólaunuðu starfsnámi!

 

Get ég sótt um?

Til þess að vera gjaldgengur, þá verður þú að vera:

  • Undir 30 ára að aldri, og á lokaári í námi eða vera nýútskrifaður (hámark eitt ár).
  • að vera af þjóðerni eins af þátttökuríkjum ÖSE
  • að hafa góða starfsþekkingu á enskri tungu
  • að vera vel fær um að nota tölvu

 

Hvernig á að sækja um?

Stofnað var til þessa starfsnáms í þeim tilgangi að það gæti fallið vel að þeim þörfum og þeirri aðstöðu sem fyrir hendi er í hinum ýmsu deildum ÖSE. Það er vel þess virði að athuga ráðningarvef ÖSE til þess að fylgjast með þeim stöðum sem losna og sækja síðan beint um til viðkomandi stofnunar eða hjá þeirri aðgerð á vettvangi þar sem þú hefur hug á að þitt starfsnám fari fram.

 

Security begins...

 

 

Útgefið efni: Mið, 08/05/2013 - 10:39Info for young people in the western balkans

Vantar þig ráðgjöf sérfræðings?

Ask us!