Evrópska ungmennagáttin
Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

Starfsnám hjá NATO

A picture
© NATO Facebook Page
Að vinna hjá NATO við varnir aðildarríkja þess og að verja friðinn og lýðræðið – eftir að hafa fengið 6 mánaða launað starfsnám.

Getur þú sótt um?

Til þess að vera gjaldgengur, þá verður þú að vera:

  • eldri en 21 árs og að ver ríkisborgari í aðildarríki NATO
  • að vera háskólanemi eða nýútskrifaður úr háskóla (innan við tveimur árum síðan). Ef þú ert enn í námi, þá verður þú að hafa lokið að minnsta kosti tveimur árum af háskólanáminu eða öðru sambærilegu
  • að tala reiprennandi annaðhvort hinna tveggja opinberu tungumála NATO (ensku/frönsku)

 

Hvernig á að sækja um?

Sæktu um á netinu í apríl og farðu eftir fyrirmælunum á starfsnámsáætlunarsíðu NATO. Þér verður uppálagt að leggja fram: umsóknareyðublað þitt, ferilskrá og bréf sem útskýrir hvað þér gengur til.

 

Umsóknarfrestur!

Það er aðeins óskað eftir umsóknum einu sinni á ári: á bilinu apríl þar til í júlí fyrir næsta ár á eftir (upphafsdagarnir eru í mars og september). Réttu dagsetningarnar eru birtar á vefsíðu áætlunarinnar.

 

Hvað muntu fá?

Auk þess að vera falin áhugaverð verkefni og bjóðast spennandi tækifæri, þá muntu fá:

  • laun800€ á mánuði, sem telja þarf fram til skatts. Þér býðst einnig að reyna að afla þér viðbótarfjár með því að sækja um námsstyrki eða aðra styrki.
  • ferðakostnað1.200€ (vegna ferða þinna til og frá Belgíu)
  • orlof Eftir 3 mánaða starf, þá átt þú rétt á að fá 2,5 vinnudaga launað orlof fyrir sérhvern þann þjónustumánuð sem þú hefur lokið.

 

Bakgrunnsupplýsingar

Samkvæmt Norður-Atlantshafssamningnum (sem undirritaður var 4. apríl 1949), þá er helsta markmið  NATO að sjá um að vernda frelsi og öryggi aðildarríkja þess eftir stjórmála- og hernaðarlegum leiðum.

 

Útgefið efni: Þri, 07/05/2013 - 16:41


Tweet Button: 


Info for young people in the western balkans

Vantar þig ráðgjöf sérfræðings?

Ask us!