Evrópska ungmennagáttin
Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

UNICEF: barist fyrir hverju barni

A picture
© UNICEF
Eftir að hafa stuðlað að réttindum barna í næstum 70 ár, þá er UNICEF nú starfrækt í yfir 190 löndum út um allan heim þar sem markmiðið með starfinu er velferð barna.

Hvað gerir UNICEF?

UNICEF (Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna) stendur vörð um samninginn um réttindi barnsins og grípur jafnframt til aðgerða til þess að tryggja jafnrétti þeirra sem þurfa að þola mismunun, einkum stúlkna og kvenna.

UNICEF starfar með öðrum að því markmiði að ryðja úr vegi þeim hindrunum sem fátækt, ofbeldi, sjúkdómar og mismunun stilla upp á þroskaferli barnsins. Stofnunin stuðlar að menntun stúlkna og beitir sér gegn útbreiðslu HIV/eyðni á meðal ungs fólks.

UNICEF sér einnig um að útvega hjálpargögn þar sem neyðarástand ríkir og hvarvetna þar sem öryggi barna er ógnað. Stofnunin telur að ekkert barn eigi að vera berskjaldað fyrir ofbeldi, misnotkun eða misneytingu.

Eitt af þeim stefnumálum sem UNICEF beitir sér nú fyrir er að berjast gegn mansali á börnum. Sem einn af velvildarsendiherrum UNICEF, þá hitti leikarinn Jackie Chan börn í Mjanmar sem seld höfðu verið mansali en njóta nú hjálpar til þess að jafna sig:

Börn eru ekki til sölu. Í þágu allra barna í heiminum, þá verðum við að leggja ofuráherslu á að útrýma þessu mannskemmandi og glæpsamlega athæfi. Það er geysilega mikilvægt að ungt fólk læri að verja sig. Einföldustu atriði eins og að treysta engum þeim sem bjóða manni draumastarf í öðru landi; að fara aldrei einn síns liðs á ókunnan stað; að kunna bæði sitt eigið nafn og aldur og foreldra sinna og að geta útskýrt hvar maður á heima geta stuðlað að því að verja börn misyndismönnum.”

 

 

UNICEF : For every child 2010

 

Kynntu þér hvað UNICEF er að gera í þínu landi eða  hafðu samband beint við landsskrifstofu þína.

 

Hvernig get ég orðið að liði?

Á vefsetri UNICEF má finna Raddir ungmenna þar sem þú getur kynnt þér hvernig annað ungt fólk gengur í lið með samtökunum, kynnt þér málefni ungs fólks og tekið þátt í umræðum.

Hefurðu frekar áhuga á að milliliðalausri þátttöku? Þá getur þú orðið að liði með því að gerast sjálfboðaliði eða farið í starfsnám.

 

UNICEF var stofnað hinn 11. desember 1946 af Sameinuðu þjóðunum til þess að mæta þörfum fyrir neyðaraðstoð við börn í þeim löndum sem höfðu orðið illa úti í seinni heimstyrjöldinni.

Útgefið efni: Þri, 07/05/2013 - 10:39Info for young people in the western balkans

Vantar þig ráðgjöf sérfræðings?

Ask us!