Evrópska ungmennagáttin
Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

Hvað eru Sameinuðu þjóðirnar?

A picture
© United Nations
Sameinuðu þjóðirnar eru alþjóðastofnun þar sem saman koma 193 lönd til þess að vinna saman að heimsfriði og öryggismálum, til þess að efla friðsamleg samskipti og til þess að stuðla að þjóðfélagslegri framþróun, bæta lífskjör og styrkja mannréttindi.

Við hvað fást þær eiginlega?

Þér er kannski kunnugt um að Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) vegna friðargæslu þeirra, úrlausna á ágreiningsefnum og mannúðaraðstoðar, en starfið nær mun lengra en þetta.

 

Björgun mannslífa

 • útvegar 90 milljónum manna í 73 löndum mat
 • stendur fyrir bólusetningum á 58% barna í heiminum, sem bjarga 2,5 milljónum mannslífa á ári
 • eflir mæðravernd og heilsu, sem bjargar lífi 30 milljónum kvenna árlega
 • aðstoðar rúmlega 36 milljónir flóttamanna og fólks sem flýr stríðsátök, hungurursneyð eða ofsóknir
 • safnar saman 12,4 milljörðum USD sem varið er til mannúðaraðstoðar og hjálpar fólki sem lent hefur í neyðarástandi

 

Umhverfismál

 • hjálpar til við baráttuna gegn loftslagsbreytingum
 • eru í fararbroddi í baráttunni gegn því að notað sé blý í eldsneyti í yfir hundrað löndum

 

Friðargæsla

 • sendir 120.000 friðargæslumenn til starfa í 4 heimsálfum

 

Mannréttindi og lýðræði

 • stuðlar að eflingu lýðræðis með því að veita árlega u.þ.b. 30 löndum aðstoð við skipulagningu kosninga hjá þeim
 • verndar og eflir mannréttindi á staðnum og fyrir atbeina 80 samninga eða yfirlýsinga

 

Fátækt

 • hefur hjálpað 370 milljónum fátæks sveitafólks til þess að bæta lífskjör sín á síðastliðnum 30 árum

Enda þótt SÞ standi ekki fyrir lagasetningu, þá sjá þær um að finna þau úrræði sem geta stuðlað að lausn á alþjóðlegum átökum og þær standa að stefnumyndun í málefnum sem hafa áhrif á okkur öll.

 

Hver er uppbyggingin?

Það eru 6 aðalstofnanir innan vébanda SÞ – þar af  5 sem staðsettar eru í New York:

Sú sjötta, Alþjóðadómstóllinn, hefur aðsetur sitt í Haag í Hollandi.

Aðalstöðvar SÞ eru staðsettar í New York, þar sem aðildarríkin hittast reglulega til þess að komast að samkomulagi um hvernig leysa skuli hnattræn vandamál. Að seinni heimsstyrjöldinni afstaðinni, hinn 25. október 1945, þá stofnuðu 51 ríki Sameinuðu þjóðirnar og skuldbundu sig þannig til þess að varðveita friðinn. Nú á dögum, þá er nánast hvert einasta ríki heims aðili að SÞ.

Útgefið efni: Mán, 06/05/2013 - 16:52


Tweet Button: 


Info for young people in the western balkans

Vantar þig ráðgjöf sérfræðings?

Ask us!