Evrópska ungmennagáttin
Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

Kaupum grænt – láttu val þitt í innkaupum skipta máli

A picture
© shutterstock.com - monticello
Hvort við lifum af veltur á náttúrulegum auðlindum jarðarinnar, en ef við höldum áfram að nýta þær á sama hátt og undanfarið, þá gætu þær gengið til þurrðar mun fljótar en nokkurn óraði fyrir. Við þurfum að vera vakandi og gera okkur ljósa áhættuna.

Kominn tími til þess að breyta til

Lífsgæðakapphlaup okkar gengur ört á auðlindir jarðarinnar og stefnir velferð komandi kynslóða í hættu. Ef við höldum svona áfram, þá þurfum við í kringum árið 2050 á auðlindum annarar plánetu að halda til þess að geta annað eftirspurn!

En það er enn hægt að snúa af þessari braut með því að breyta okkar lífsstíl og með því að taka upp grænar neysluvenjur.

 

Gerum meira með minna

Það er kominn tími til þess að hugsa okkar daglegu venjur upp á nýtt, spyrja fleiri spurninga um hvaðan vörurnar komu og hvernig þær voru framleiddar, að forðast sóun, að taka sjálfbærar ákvarðanir, lesa merkimiðana mun vandlegar, nýta aftur og endurvinna og gefa náttúrunni svigrúm.

 

Vaknaðu kynslóðin: það er hægt að komast langt á nægjuseminni

Vaknaðu kynslóðin hentar fólki sem vill lifa lífinu til hins ýtrasta án þess að misþyrma náttúrunni. Fáðu ábendingar um litlar, klókar breytingar sem þú getur gert á þínum venjubundu lífsháttum og uppgötvaðu hvernig þitt val skiptir máli fyrir þína eigin velferð og sömuleiðis plánetunnar. Með því að gerast þátttakandi í Vaknaðu kynslóðin táknar  að maður sé betur vakandi.

 

Í Evrópu, þá notum við 16 tonn af hráefnum per mann á ári – af því, þá verða 6 tonn per mann að úrgangi og helmingurinn af því endar sem landfylling á öskuhaugum. Vaknaðu kynslóðin fræðir okkur einnig um að við fleygjum árlega 180 kílóum af mat sem enn er neysluhæfur á mann.

 

EB umhverfismerkið

EB umhverfismerkið er fyrir vörur og þjónustu sem hafa lítil umhverfisáhrif. Gáðu hvort þú sérð kennimerki þeirra í búðum, í hillum stórmarkaða, á tjaldsvæðum og þegar þú bókar þér dvalarstað. Notaðu e-vöruskrána til þess að kanna þúsundir vara sem bera EB umhverfismerkið í hverju landi.

Útgefið efni: Mið, 08/05/2013 - 15:02


Tweet Button: 

Skyldir tenglar


Info for young people in the western balkans

Vantar þig ráðgjöf sérfræðings?

Ask us!