Evrópska ungmennagáttin
Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

Hversu stórt er vatnsfótspor þitt?

A picture
© fotolia.com - Leonid Ikan
Vatnsfótspor þitt er það heildarmagn af ferskvatni sem notað er til þess að framleiða þær vörur og þjónustu sem þú neytir.

Nota þarf vatn til framleiðslu á þeim hlutum sem við notum í okkar daglega lífi. Til dæmis, þá þarf um 16.000 lítra af vatni til þess að framleiða eitt kíló af kjöti. Til þess að búa til eina venjulega bómullarskirtu, þá þarf eina 2.500 lítra. Þessar tölur birtast ekki á vatnsreikningi þínum og þér er ómögulegt að drekka, þreifa á eða sjá það, en þetta er þó langstærsti hluti þess sem telst til að vera vatnsfótspor þitt.

 

Water hidden in 1 t-shirt

 

Reiknaðu út vatnsfótspor þitt

Kannaðu hversu mikið vatn þú ert að nota með aðstoð Vatnsfótsporskerfinu.

Hví ætti mér ekki að standa á sama?

Ferskvatn er takmörkuð auðlind. Á sumum stöðum þurfa menn að sætta sig við að hafa aldrei nóg af vatni til þess að mæta eftirspurninni og þar ríkja sífelldir þurrkar. Við þurfum að minnka vatnsfótspor okkar til þess hægt sé að breyta þessu ástandi.

Hefjumst handa!

Spörum vatnið heima … skrúfaðu fyrir vatnið á meðan þú burstar tennurnar, notaðu minna vatn í garðinum og ekki hella lyfjamixtúrum, málningu eða öðrum mengandi vökvum í vaskinn. Finndu fleiri ábendingar og staðreyndir á vefnum Hugsið ykkur allt vatnið.

 

Heimsdagur vatnsins

Hinn alþjóðlegi Heimsdagur vatnsins er haldinn hátíðlegur hinn 22. mars á ári hverju, þar sem kastljósinu er beint að mikilvægi ferskvatnsins og að stefna að sjálfbærri nýtingu á uppsprettum þess. Haldnir eru viðburðir vítt og breitt um heiminn árið um kring.

 

 

Útgefið efni: Mið, 08/05/2013 - 12:53


Tweet Button: 

Skyldir tenglar


Info for young people in the western balkans

Vantar þig ráðgjöf sérfræðings?

Ask us!