Evrópska ungmennagáttin
Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

Loftslagsbreytingar

Hvað veldur því að loftslag okkar er að breytast og hvað getur þú gert til þess að hjálpa til við að vernda jörðina okkar?

Siðmenning okkar hefur verið að valda breytingum á hegðunarmynstri veðursins - loftslaginu – að minnsta kosti síðustu eitt hundrað árin. Það gerist þegar við brennum kolum, olíu og jarðgasi til þess að hita upp heimili okkar, til þess að knýja bíla okkar áfram eða til raforkuframleiðslu sem losar koltvísýring (CO2) út í andrúmsloftið. Það gas bindur síðan hitann frá sólinni í lofthjúp jarðarinnar, þess vegna er það kallað gróðurhúsalofttegund.

Önnur meiriháttar gróðurhúsalofttegund er metan, sem framleitt er af milljónum nautgripa á sveitabýlum vítt og breitt um heiminn.

 

Dóminóáhrif

Gróðurhúsalofttegundir voru þegar fyrir á eðlilegan hátt í andrúmsloftinu, en eftir því sem við höfum framleitt sífellt meira af þeim, þá hefur hitastigið á jörðinni farið sí-hækkandi. Það veldur síðan afbrigðilegu veðri á borð flóðum, úrfelli og ofsaroki, með skelfilegum afleiðingum. Það veldur því einnig að íshellan á heimskautunum er tekin að bráðna, sem þýðir að yfirborð sjávar fer sí-hækkandi. Hækkun hitastigs á heimsvísu veldur dómínóáhrifum, sem hefur áhrif á mannkynið, plöntur og dýr.

 

Þinn lífsstíll og loftslagsbreytingarnar

Hvað er það sem þú gerir sem veldur því að magn koltvísýrings í andrúmsloftinu vex? Þú getur komist að því með því að reikna út koltvísýrings-fótspor þín.

 

Hvað getur þú gert?

Gróðursett tré – Trjágróður bindur mikið magn koltvísýringi og stuðlar þannig að því að draga úr loftslagsbreytingunum. Herferðin einn milljarður trjáa hefur þegar gróðursett eina milljón trjáa árlega síðan 2006. Herferðinni er nú stjórnað af barnaátakinu Plöntum-fyrir-the-Plánetuna, sem að skóladrengurinn Felix Finkbeiner kom á fót. Horfið á Felix ávarpa SÞ.

Slökktu ljósin hjá þér – Klukkan 20.30 hinn 23. mars þá getur þú sýnt umhyggju þína fyrir plánetunni okkar í verki einfaldlega með því að slökkva hjá þér ljósin. Mörg hundruð milljónir manna út um allan heim munu gera það sama á meðan á Jarðarklukkutímanum stendur. Og sparaðu orku hvar, hvenær og hvernig sem þú getur.

 

Uppfræddu næstu kynslóð – Kenndu yngri systkinum þínum allt það sem þú veist um loftslagsbreytingar og hvettu þau til þess að leggja sitt af mörkum með því að leika þessa gagnvirku leiki.