Evrópska ungmennagáttin
Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

Alþjóðleg ungmennaskipti á vegum Lionsklúbbanna

A picture
© shutterstock.com - MANDY GODBEHEAR
Vissulega getur þú bara farið til útlanda í nám, vinnu, sem sjálfboðaliði eða bara til þess að skemmta þér. En hvernig væri að demba sér bara í framandi menningu fyrir milligöngu alþjóðlegu ungmennaskiptanna og ungmennabúðanna á vegum alþjóðlegu Lionsklúbbanna?

Hvað er  Lions-ungmennaskiptaáætlunin?

Meðlimir í alþjóðlegu Lionsklúbbunum leggja stund á sjálfboðaliðastörf heima fyrir til þess að betrumbæta samfélagið. En Lions-ungmennaskiptaáætlunin einsetur sér að kynna fyrir ungu fólki hvernig það er að búa í öðrum menningarsamfélögum með því að hjálpa því til þess að geta ferðast til útlanda.

Skiptin. Þér stendur til boða að fara í skiptum hvert sem er þar sem Lionsklúbb er að finna. Nú eru það 46.000 klúbbar með 1,35 milljónir meðlima! Flest skiptin standa yfir í 4-6 vikur og þú munt dveljast hjá einni eða fleiri gestgjafafjölskyldum í öðru landi. Þú munt kynnast fólki á þínum aldri víðsvegar að úr heiminum, eignast vini, uppgötva hvaða vináttuböndum þú ert tengdur, á hvaða hátt þú skerð þig úr fjöldanum og ótal margt fleira.

Sumarbúðirnar standa í eina eða tvær vikur, oft er dvalist hjá fjölskyldu og innifalið í þeim eru ferðir til áhugaverðra staða í náttúru-eða menningarlegu tilliti.

 

Hverjir geta sótt um?

Til þess að geta tekið þátt í Lions-ungmennaskiptaáætlunin, þá verður þú að:

  • vera á aldrinum 15 til 22 ára gamall
  • búa yfir grunnþekkingu á því tungumáli sem talað er í móttökulandinu
  • vera fær um að kynna land þitt og heimabæ og þann Lionsklúbb sem styrkti þig til fararinnar
  • geta sýnt fram á að tryggingar (heilsu- læknis- ferða-) séu fyrir hendi, auk samnings um lausn undan ábyrgð

 

Hvernig á að sækja um?

  1. Hafðu samband við Lionsklúbb á þínum heimaslóðum vegna styrksins eða sumarbúðir á svæðinu og formann skiptinefndarinnar sem skráður er í Sumarbúða- og skiptiskránni
  2. Fylltu út umsóknareyðublað
  3. Eftir að þér hefur hlotnast styrkurinn og undirskriftir eru fengnar, þá verður umsóknin send áfram til væntanlegs Lions gestgjafa sem síðan mun staðfesta skiptin við þig.

 

Saga af ungmennaskiptum

Stephanie Theyssen, frá Lionsklúbbi í Belgíu,  fór til Havaíeyja árið 2011.

Þessar ungmennabúðir breyttu lífi mínu á fjölmargan hátt. [Þær] gáfu mér jafnvægi: andlegt, menningarlegt, sjálfstæði, sjálfsöryggi (með því að halda tölur og uppákomur hjá hinum fjölmörgu Lionsklúbbum) og félagslegt (Ohana, merkir að komi skuli við hvern og einn einsta í þessu samfélagi eins og hann væri manns eigin fjölskylda og hjálpast að á allan mögulegan hátt). Innilegustu þakkir fyrir þessa frábæru upplifun. Mahalo!"
 

Útgefið efni: Þri, 07/05/2013 - 12:59


Tweet Button: 

Skyldir tenglar


Info for young people in the western balkans

Vantar þig ráðgjöf sérfræðings?

Ask us!