Evrópska ungmennagáttin
Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

Sjálfboðaliðar um allan heim

A picture
© iStockphoto.com - MissHibiscus
Langar þig til þess að hjálpa til, ekki bara í Evrópu heldur jafnvel enn lengra í burtu? Berðu umhyggju fyrir fólki og langar til þess að kynnast nýjum menningarsvæðum? Þá geta eftirtalin vefsetur opnað augu þín fyrir þeim fjölmörgu alþjóðlegu tækifærum sem á boðstólum eru fyrir þá sem vilja gerast sjálfboðaliðar vítt og breitt um heiminn.

Með því að gerast sjálfboðaliði, þá muntu kynnast nýju fólki, menningu og öðlast nýja færni á meðan þú ert að hjálpa öðrum. Sú alþjóðlega lífsreynsla sem þú öðlast með því að gerast sjálfboðaliði erlendis getur líka leitt til þess að þér bjóðist seinna starfsmöguleikar sem kunna að hafa í för með sér ferðalög út um allan heim!

 

Hvar á að leita

Eurodesktækifæri fyrir ungt fólk til að gerast sjálfboðaliði, sem leggur áherslu á hreyfanleika, menntun, menningu og margt fleira. Leitaðu að verkefnum út um alla Evrópu á þínu eigin tungumáli!

Global Voluntary Development Association hefurðu áhuga á náttúruvernd og þróun samfélaga? Langar þig í hörkustarf sem felur í sér ferðalög og ævintýri og möguleika á að gera sig virkilega gildandi?

Global Volunteers Tækifæri til skammtíma sjálfboðaliðastarfa við langtíma verkefni sem einbeita sér að því að bæta hlutskipti þeirra barna í heiminum sem eru í hvað mestri hættu.

Global Volunteer Network Annast munaðarlaus börn í Víetnam, kennir ensku í Kostaríka, berst gegn HIV/eyðni í Rúanda eða til að vernda fjölbreytni lífríkisins á Galapagoseyjum – fjölbreytt úrval verkefna á boðstólum.

World Heritage VolunteerGerstu sjálfboðaliði fyrir SÞ til þess að vernda svæði á heimsminjaskrá. Skammtímaverkefni

World Volunteer Web Fréttir, álit og ítarefni fyrir sjálfboðaliða. Umfangsmikill listi yfir þau samtök sem bjóða upp á sjálfboðaliðatækifæri vítt og breitt um heiminn.

World Wide Helpers – Geypimiklar upplýsingar um verkefni sem ekki eru kostnaðarfrek, þannig að þínir peningar, tími og orka fara beint til þess fólks sem þú ætlar þér að hjálpa.

WWF Youth Volunteer Programme – Alþjóðanáttúruverndarsjóðurinn sér um að reka sjálboðaliðaáætlun á heimsvísu sem miðar að vernd og stendur fyrir umhverfisverndarverkefnum í löndum á borð við Madagaskar, Paragvæ, Perú, Fídjíeyjar og Bútan.

 

Þetta er kannski klisja, en ég fékk bara svo miklu meira í staðinn heldur en það sem ég gaf. Með því að starfa á þennan hátt sem sjálfboðaliði, þá fær maður innsýn í menninguna á allt annan hátt heldur en maður gæti nokkurntíma fengið sem ferðamaður. Maður lifir og hrærist með fólkinu, manni er boðið inn á heimili þeirra og maður umgengst kennarana. Síðan gerir maður sér grein fyrir að maður á sitthvað sameiginlegt með því fólki sem maður vinnur með. Í rauninni snýst þetta um að berjast fyrir friði með því að beita réttlætisvopninu, út um allan heim."
Joan McGuinness, tíu-sinnum Global Volunteer

Útgefið efni: Þri, 07/05/2013 - 11:50


Tweet Button: 


Info for young people in the western balkans

Vantar þig ráðgjöf sérfræðings?

Ask us!