Evrópska ungmennagáttin
Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

Alþjóðatengslanet til aðgerða ungmenna

Það er auðveldara að breyta heiminum ef maður er í hópi með öðrum heldur en upp á eigin spýtur. Alþjóðatengslanet ungmenna (GYAN) safnar saman slagkrafti ungs fólks og þeirra ungmennasamtaka sem það er fulltrúar fyrir til þess að ná því markmiði!

Hvað er GYAN?

GYAN er alþjóðleg ungmennasamtök sem stofnar til sambanda milli ungmennahreyfinga vítt og breitt um heiminn og hvetur til samstarfs til þess að ná fram hámarksáhrifum af sameiginlegum aðgerðum ungmenna.

Hvað bjóða þeir uppá?

  • Samfélag á netinu sem býður upp á rafræn tól og tæki til þess að efla samskipti milli ungmennahópa
  • upplýsingar og tilföng
  • Tækifæri fyrir þig til þess að taka þátt í hnattrænu ákvarðanatökuferli, að starfa við hlið fólks á öllum aldri og til þess að láta til sín taka!

 

Hvernig gagnast þetta þér?

Ungmennasamtök þín geta gengið í Alþjóðatengslanet til aðgerða ungmenna – sem er í málsvari fyrir risastórt og sívaxandi samband stofnana sem lúta stjórn og þjóna ungmennum í meira en 190 löndum.

 

Hverju hefur GYAN áorkað fram að þessu?

  • Hjálpaði til þess að setja met í þátttöku fulltrúa ungmenna á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna árið 2000 og hefur haldið áfram að örva ungt fólk til þess að koma að starfi SÞ.
  • Kom á fót ráðgjafanefndum ungmenna fyrir stofnanir SÞ, ríkisstjórnir og frjáls félagasamtök.
  • Kom auga á þau álitaefni og þær þarfir sem ungmennasamtök horfast í augu við og veitti þeim aðstoð í samræmi við það, efndi til samstarfs á borð við Hnattrænnar samstöðu ungmenna um HIV/eyðni (GYCA), til Ungmennahreyfingarinnar um lýðræði og fleiri.
  • Örvaði ungt fólk til þess að taka virkan þátt í að ná fram þúsaldarmarkmiðunum í þróunarmálum.

Útgefið efni: Þri, 07/05/2013 - 11:04


Tweet Button: 


Info for young people in the western balkans

Vantar þig ráðgjöf sérfræðings?

Ask us!