Evrópska ungmennagáttin
Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

Að vinna með ungu fólki í Austur-Evrópu

A picture
© shutterstock.com - Petrenko Andriy
Hefurðu nokkurn tímann velt fyrir þér hvernig lífið er hjá ungu fólki í Austur-Evrópuríkjunum handan landamæra EB? AEGEE sem er Austursamvinnuáætlun Evrópu gerir þér kleift að komast að því og að starfa með fólki sem hugsar eins og þú í þessum löndum, með bætta framtíð að leiðarljósi.

Hverjir standa að AEGEE Evrópu?

Þeta eru stærstu þverfaglegu ungmennasamtök Evrópu sem tengja saman 13.000 námsmenn af mismunandi menningarlegum uppruna frá 40 Evrópulöndum.

 

Hvernig get ég gengið í þau?

Til þess að geta gengið til liðs við Austursamvinnuáætlunina, þá þarftu fyrst að gerast aðili að AEGEE í gegnum þinn eigin hóp heima fyrir. Meðlimir í Austursamvinnuliðinu eru valdir með tilliti til þess sem áætlunin þarfnast; það er óþarfi að búa yfir mikilli reynslu til þess að geta orðið AEGEE-meðlimur. hafðu bara augun opin fyrir áhugaverðum verkefnum og uppákomum.

 

Athafnadagur Austursamvinnuáætlunarinnar

Ef þú vilt leggja þitt lóð á vogarskálarnar í Austursamvinnuverkefni, en engar stöður eru lausar, þá getur þú einfaldlega skipulagt athafnadag sjálfur. Hugmyndin er sú að koma ungu fólki alls staðar að úr Evrópu í kynni við hin raunverulegu lífsskilyrði í Austursamvinnulöndunum – en þér er frjálst að haga skipulagningu dagsins að eigin höfði – með skoðanaskiptum, hringborðsumræðum, sýningum, koma á kynnum við námsmenn frá  markhópslöndunum, háskólafyrirlestrum og ýmsu fleiru.

 

Bakgrunnur

Austursamvinnuáætlunin nýtur stuðnings frá Ungmenni að störfum áætlun EB, aðgerð 3.1, sem leggur áherslu á samstarf við nágrannalöndin og að opna ungum Evrópubúum nýjan sjóndeildarhring.

Sem hluti af Ungmenni að störfum áætluninni, þá sér Ungmennagluggi austursamvinnuáætlunarinnar um að opna enn fleiri tækifæri til samvinnu milli ungs fólks, ungra verkamanna og ungmennasamtaka í frá Evrópusambandinu og þátttökulöndunum í austursamvinnuáætluninnni með því að sjá henni fyrir aukinni fjármögnun

Útgefið efni: Þri, 07/05/2013 - 09:44


Tweet Button: 

Skyldir tenglar


Info for young people in the western balkans

Vantar þig ráðgjöf sérfræðings?

Ask us!