Evrópska ungmennagáttin
Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

Vefsetur ungmenna utan Evrópu

A picture
© fotolia.com - goodluz
Víkkaðu sjóndeildarhring þinn út fyrir Evrópu! Frábært að byrja á því að heimsækja þessa vefi sem ætlaðir eru ungu fólki.

Ástralska ungmennagáttin – Vefur áströlsku ríkisstjórnarinnar sem fjallar um heilsu, menntun, nám og vinnu, menningu, umhverfismál, fjármál og margt fleira.

 

Íberíu-Ameríska ungmennasambandið (aðeins á spænsku og portúgölsku) – eru alþjóðleg samtök með það að markmiði að færa ungmennasamtök í Rómönsku Ameríku, Spáni og Portúgal nær hverju öðru. Athyglinni er einkum beint að félagslegri aðlögun, samstarfi og sameiningu ungs fólks, með fréttum, viðburðum, tenglum á myndbönd og tenglum á landssamtök

 

Suður-Afríska ungmennagáttin – sem rekin er af Ungmennaþróunarstofnun þess lands, beinir kröftum sínum að þróunarmálum ungmenna og hugðarefnum ungs fólks. Kynntu þér atvinnulífið og hvernig á að fara að því að finna sér vinnu, námsstyrki, heilsu, hvernig stofna á fyrirtæki og afla sér nýrrar færni.

 

Ungmenni í Kanada – hagnýtar upplýsingar um atvinnu, starfsferil, ferðalög erlendis, menntun, peninga, heilsu, þjónustu við ungt fólk og margt fleira.

 

Ungmennagáttin milli Rómönsku Ameríku og landanna í Karíbahafinu – beinir sjónum að tengslanetum ungmenna, samtökum og hópum og fólki sem starfar með ungmennum í Rómönsku Ameríku og Karíbahafinu. Boðið er upp á umræðuvettvang, fréttabréf, bókasafn og réttindi borgaranna til upplýsinga, menningarmál, menntun, umhverfismál, afþreyingu, vinnu, heilsu, lífsmunstur og sjálfboðastörf.

Útgefið efni: Mán, 06/05/2013 - 17:09


Tweet Button: 


Info for young people in the western balkans

Vantar þig ráðgjöf sérfræðings?

Ask us!