Evrópska ungmennagáttin
Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

Lærðu meira um Kína — Hvert svo sem þú ferð, far með opnum huga

Confucius Temple, Shanghai, China
© Edo - Flickr, CC by 2.0
Langar þig að vita hvaðan þessi perla er komin? Takmarkast þekking þín á kínverskri menningu við matseðil kínverska staðarins á horninu – og viltu breyta því? Lærðu meira um Kína í gegnum Konfúsíusarstofnanirnar.

Námskeiðum Konfúsíusarstofnananna er ætlað að kynna kínverska menningu vítt og breitt um heiminn. Þar er höfuðáherslan á tungumálakennslu (mandarín) en stofnanirnar veita einnig fræðslu á öðrum sviðum. Á slóðinni Konfúsíusarstofnunin á netinu má lesa sér til um kínverskan mat, kúng fú, ferðalög, óperu og bókmenntir, svo eitthvað sé nefnt.

 

Á þessu korti finnurðu Konfúsíusarstofnunina sem er næst þinni heimabyggð!

 

Konfúsíus (551‒479 f.Kr.) var kínverskur kennari, ritstjóri, stjórnmálamaður og heimspekingur sem hefur haft gríðarleg áhrif á hugsun fólks í Kína og annars staðar í Asíu. Verk hans og speki eru einnig vel þekkt í Ameríku og Evrópu.

 

Kannski hefur þú einhvern tíma brugðið fyrir þig þessum spakmælum meistarans:

 1. Það sem þú vilt ekki að aðrir geri þér skaltu ekki öðrum gera.

 2. Farðu eins hægt og þú vilt, en nem þó aldrei staðar.

 3. Allt býr yfir sinni fegurð, en ekki koma allir auga á hana.

 4. Hvert svo sem þú ferð, far með opnum huga.

 5. Ef þú virðir sjálfan þig gera aðrir það líka.

Útgefið efni: Mið, 18/03/2015 - 16:08


Tweet Button: 


Info for young people in the western balkans

Vantar þig ráðgjöf sérfræðings?

Ask us!