Evrópska ungmennagáttin
Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

Hvernig hjálpar Evrópska samstöðusveitin atvinnuleitendum aðstoð við að klifra metorðastigann

Hin 24 ára Marta De Bonis frá Lecce á Ítalíu er nýbyrjuð á spennandi nýju vinnuævintýri með hjálp Evrópsku samstöðusveitarinnar.

Þetta glænýja framtak býður upp ungu fólki tækifæri til sjálfboðavinnu og vinnu sem hefur góð áhrif á nærsamfélagið í öðrum aðildarríkjum ESB.
 

Marta fékk meistaragráðu í Alþjóðahagfræði og viðskiptum og stjórnmálum Austur-Evrópulanda árið 2016, en þegar hún hafði lokið námi uppgötvaði hún að mikil samkeppni var á vinnumarkaðinum á hennar sérfræðisviði. Þar sem hún hafði einbeitt sér algjörlega að náminu hafði hún litla reynslu af vinnumarkaðinum til að gefa henni forskotið sem hún þurfti til að fá fyrsta tækifærið sitt.
 

Sem betur fer vissi hún hvert hún gæti farið til að fá ráðgjöf, og hún hafði samband við EURES skrifstofuna á staðnum. Innan skamms hafði persónulegur EURES-ráðgjafi hennar hjálpað henni að fá sex mánaða starfsnemastöðu hjá Evrópuþinginu.
 

Nokkrum mánuðum seinna, þegar starfsnemastaða hennar var að renna sitt skeið, vissi Marta að hún þyrfti að hefja undirbúning fyrir næsta skref. Hún eyddi fjölmörgum klukkutímum í að fullkomna ferilskránna og skrifa kynningarbréf, sérsníða þau að hverri stöðu.
 

Á sama tíma, gaf ráðgjafi Mörtu henni upplýsingar um öll tækifæri innan EURES, þ.m.t. miðaðar hreyfanleikaáætlanir svo sem Fyrsta EURES-starfið þitt og Evrópska samstöðusveitin, auk annarra tækifæra sem fjármögnuð eru af ESB, eins og Sjálfboðaliðar mannúðaraðstoðar og almannavarna ESB, Erasmus fyrir unga frumkvöðla og Erasmus+ áætlunin.
 

Í gegnum rannsóknir sínar fann Marta þann starfsferil sem hún vildi fylgja, þróun og samstarf. Í þessu tilfelli var Evrópska samstöðusveitin fullkomið verkfæri fyrir Mörtu til að fá reynslu.
 

Næstu skref voru að finna borguð þjálfunartækifæri í greininni sem Marta gat sótt um, og síðan fyrir ráðgjafa hennar að hafa samband við vinnuveitendurna og útskýra verkefnið og hvaða hag bæði þeir og umsækjandinn höfðu af þessu.
 

Bráðlega hafði ráðgjafi hennar sannfært áhugasaman vinnuveitanda að skrá sig í Evrópsku samstöðusveitina og Marta fór í gegnum atvinnuviðtalaferlið. Umsókn Mörtu heppnaðist og núna er hún í sex mánaða starfsnámi sem stuðningsfulltrúi hjá Fair Trade stuðningsskrifstofunni.
 

Marta hafði þetta að segja um eigin reynslu: „Án stuðnings EURES í Lecce hefði ég ekki náð markmiði mínu. Þau studdu mig, næstum daglega, með ráðleggingum, upplýsingum, uppástungum og hvöttu mig áfram jafnvel á mínum erfiðustu stundum!“
 

Það er sama hvaða sviði þú hefur áhuga á, EURES er við höndina til að ráðleggja þér um ýmiskonar tækifæri og framtök eins og Evrópsku samstöðusveitina. Ef þú ert tilbúin(n) í erfitt verkefni, og viljug(ur) að helga þig því að hjálpa öðru fólki, skaltu ganga í Evrópsku samstöðusveitina í dag!