Evrópska ungmennagáttin
Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

Eurodyssée starfsþjálfun – byrjaðu ferð þína um Evrópu hér!

A picture
© fotolia.com - goodluz
Öðlastu starfsreynslu á meðan þú ert að betrumbæta kunnáttu þína í erlendu tungumáli. Í rúmlega 25 ár hefur Eurodyssée áætlunin útvegað ungu fólki launuð starfsþjálfunarnámskeið á erlendu svæði í Evrópu.

Markhópur Eurodyssée er ungt fólk á aldrinum 18 til 30 ára sem býr á einhverju þeirra svæða sem aðilar eru að áætluninni. Ekki þarf að uppfylla nein sérstök skilyrði, þar sem umsóknirnar eru bornar saman við þær kröfur sem gerðar eru af fyrirtækjunum. Engu að síður, þá þarftu að búa yfir einhvers konar menntun (starfsmenntun, æðri menntun, o.s.frv.) og grunnþekkingu í erlendu tungumáli.

Starfsnemar eiga rétt á 3-7 mánaða starfsþjálfun, tungumálanámskeiði, húsnæði, mánaðarlegri framfærslu eða launum, tryggingavernd og starfsþjálfunarskírteini.

Hvernig á að sækja um

Fylgdu 3 einföldum skrefum:

1. Athugaðu hvort þitt svæði er aðili að áætluninni með því að skoða listann yfir aðildarsvæðin.

2. Búðu til þína eigin Eurodyssée lýsingu.

3. Athugaðu öll fáanleg starfsþjálfunartilboð og veldu það sem best hentar þér.

 

„Ég mun allaf minnast þess tímabils í lífi mínu sem tækifærinu sem að Eurodyssey áætlunin færði mér. Þetta var vissulega stórt skref framávið í persónulegum þroska.Ég uppgötvaði nýja menningu, eignaðist nýja vini og lærði nýtt tungumál. Ég fékk tækifæri til þess að ferðast mikið og til þess að kynnast frábæru fólki og stöðum! Spánn mun alltaf standa mér ljóslifandi fyrir hugskotssjónum og ég mun fara með Valencia heim aftur í hjarta mínu.

Ég ráðlegg ungu fólki í fyllstu alvöru að grípa þetta tækifæri. Auðvitað er þetta ekki alltaf einhver dans á rósum. Þú munt rekast á ýmsar hindranir sem þarf að yfirstíga … en eru það ekki einmitt þær sem styrkja okkur og efla til dáða? Þetta er áskorun sem þú skalt ekki missa af.”

Andreia Tavares, frá Portúgal, fór í starfsþjálfun sína í Comunidad Valenciana, á Spáni, árið 2009.

 

Á meðan á starfsþjálfuninni stendur

Starfsnemar munu annað hvort fá styrk eða vera greidd laun eftir því hvernig stað er að rekstri Eurodyssée áætlunarinnar á viðkomandi svæði.

Á meðan á dvöl þinni erlendis stendur, þá mun samræmingarnefnd áætlunarinnar á svæðinu sem tekur á móti þér vera þér innan handar. Þetta þýðir að þér gæti verið boðið í heimsóknir, stutt ferðalög og á viðburði sem mun hjálpa þér til þess að læra að meta menningu svæðisins.

Athugaðu að eftir að starfsþjálfun þinni lýkur, þá er ætlast til þess að þú sendir þeim/og eða móttökusvæðinu skýrslu. Ef þú trassar það þá er allt eins líklegt að þú fáir ekki starfsþjálfunarskírteini þitt afhent.

Útgefið efni: Þri, 23/04/2013 - 11:23


Tweet Button: 


Info for young people in the western balkans

Vantar þig ráðgjöf sérfræðings?

Ask us!