Evrópska ungmennagáttin
Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

Starfsþjálfun hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins

© fotolia.com - FotolEdhar
Hefur þig lengi langað til þess að vita hvernig framkvæmdastjórn Evrópusambandsins virkar í raun og veru? Ef þú sækir um starfsþjálfun þá getur þú komist að því innanfrá.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins skipuleggur starfsþjálfun vegna stjórnunar- eða þýðingarstarfa tvisvar á ári. Þessi starfsþjálfun er einkum ætluð ungum nýútskrifuðum háskólastúdentum og stendur hún í 3-5 mánuði.

Flestir þeir sem njóta þjálfunarinnar eru ríkisborgarar einhvers aðildarríkis EB eða lands sem sótt hefur um. Engu að síður, þá eru örfáar lausar stöður teknar frá fyrir ríkisborgara landa sem ekki eru aðilar.

 

Hvernig á að sækja um

Til þess að geta sótt um, þá verður þú að hafa tekið lokapróf úr háskóla (eða ígildi þess) og hafa gott vald á ensku, frönsku eða þýsku. Ef þú ert ríkisborgari í EB-landi, þá þarft þú einnig að hafa mjög gott vald á öðru EB tungumáli.

Ef þú hefur lokið starfsþjálfun hjá annarri EB stofnun eða starfsstöð, þá getur þú ekki sótt um starfsþjálfun framkvæmdastjórnarinnar.

Til þess hægt sé að veit umsókn þinni viðtöku, þá verður þú að fylla út umsóknareyðublaðið og skila því á rafrænan hátt og póstleggja það áður en umsagnarfresturinn vegna umsóknarinnar rennur út.

 

Umsóknarfrestir!

Starfsþjálfunartímabilin hefjast venjulega hinn 1. mars og 1. október, en fyrir starfsnema í þýðingum, þá geta þau hafist á öðrum tímum.

Vegna mars-annarinnar þá er rennur umsóknarfresturinn út 31. ágúst árið á undan

Vegna október-annarinnar þá er það 31. janúar á yfirstandandi ári.

 

Þessi áætlun sem hófst 1960, er sú sem lengst hefur staðið af öllum ámóta áætlunum. Starfsþjálfun hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mun afla þér hagnýtrar þekkingar á því hvernig hinar ýmsu deildir framkvæmdastjórnarinnar starfa og gera þér kleift að öðlast persónulega reynslu í gegnum þau sambönd sem þú munt afla þér jafnóðum með daglegum störfum þínum. Auk þess, þá muntu geta aukið við og notfært þér þá þekkingu sem þú aflaðir þér á meðan á námi þínu stóð. Venjulega er starfsnemum útvegaður þjálfunarstyrkur, en hreyfihamlaðir starfsnemar geta hlotið aukastyrk.

Útgefið efni: Þri, 23/04/2013 - 10:41


Tweet Button: 

Skyldir tenglar


Info for young people in the western balkans

Vantar þig ráðgjöf sérfræðings?

Ask us!