Evrópska ungmennagáttin
Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

Að hefja atvinnurekstur annars staðar á EES-svæðinu

© fotolia.com - FotolEdhar
© fotolia.com - FotolEdhar
Leynist innra með þér athafnamaður/-kona sem vill fá útrás? Kynntu þér fyrirkomulag og kröfur í öðrum löndum svo þú týnir þér ekki í formsatriðunum.

Borgarar á Evrópska efnahagssvæðinu (EES) hafa frelsi til að hefja eigin atvinnurekstur í hvaða ríki á svæðinu sem er eða stofna dótturfyrirtæki félags sem þegar er til staðar í öðru aðildarríki. Kröfurnar eru ólíkar frá einu landi til annars og því er mikilvægt að lesa sér til um hvernig fara eigi að. Til hagræðis eru hér nokkrir tenglar þar sem finna má frekari upplýsingar. 

 

ESB hefur beint þeim tilmælum til aðildarríkjanna að hafa tiltekin markmið að leiðarljósi; þú ættir að geta:

  • stofnað fyrirtæki innan þriggja vinnudaga,
  • búist við að gjöld fari ekki yfir 100 evrur,
  • gengið í gegnum allt stofnunarferlið hjá einu og sama stjórnvaldi,
  • lokið öllum formsatriðum vegna skráningar á netinu;
  • skráð fyrirtæki í öðru ríki EES á netinu (um psc-vefgáttir (points of single contact)).

 

Þar sem þetta eru aðeins tilmæli (ekki reglur) skaltu byrja á því að komast að því hvað það kostar að stofna fyrirtæki, hve langan tíma það tekur og hvort í landinu þar sem þú hyggst hefja atvinnurekstur sé eitt einstakt stjórnvald sem heldur utan um allt ferlið.

 

Á vefgáttinni ‘Þín Evrópa’ – sprotafyrirtæki má skoða nánar hvaða kröfur gilda í einstökum löndum, þ.e. hvað lögin í landinu segja og hvert stjórnsýsluferlið er. Einnig hefur ‘Þín Evrópa’ að geyma upplýsingar um virðisaukaskatt og tolla, sölu erlendis, sem og kröfur um vörur og umhverfismerki.

 

Ef þú vilt reka fyrirtækið í fleiri en einu ríki EES kemur til greina að stofna Evrópufélag (societas europaea). Þá geturðu flutt þína skráðu skrifstofu til annars aðildarríkis án þess það hafi í för með sér slit félagsins, og ráðið fólk til starfa í fleiru en einu landi.

 

Viltu sjá hvernig það er að standa í atvinnurekstri í öðru ríki EES? Farðu þá á Erasmus fyrir ungt athafnafólk, fáðu ráð og ábendingar frá reyndum athafnamanni/-konu í sex mánuði og sjáðu hvernig fyrirtækið þitt blómstrar!

Útgefið efni: Fim, 19/03/2015 - 12:38


Tweet Button: 


Info for young people in the western balkans

Vantar þig ráðgjöf sérfræðings?

Ask us!