Evrópska ungmennagáttin
Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

Erasmus lýkur ekki þótt þú útskrifist

A picture
© fotolia.com - goodluz
Ef þú ert ákveðinn í því að stofna eigið fyrirtæki eða þegar búinn að því, þá gefur Erasmus fyrir unga atvinnurekendur þér tækifæri til þess að starfa með langreyndum atvinnurekanda í öðru EB landi.

Í allt að 6 mánuði getur þú lært hvernig þú átt að stjórna þínum eigin rekstri betur og láta hann vaxa. Jafnframt því, þá muntu færa atvinnurekandanum sem veitir þér móttöku ferskan andblæ og viðhorf.

 

Hver getur sótt um?

Þessi áætlun er opin öllum þeim sem eru nýir eða upprennandi atvinnurekendur. Þú þarft annaðhvort:

  • Að hafa niðurnjörvaða áætlun um að stofna fyrirtæki, byggða á raunhæfri viðskiptaáætlun

eða

  • Hafa þegar stofnað þitt eigið fyrirtæki einhverntíma á undanförnum 3 árum

Áætlunin setur engin aldurstakmörk og fyrirtæki þitt eða starfsemin sem þú hyggst stunda geta verið í hvaða starfsgrein sem er.

Áhugasamir aðilar frá hvaða EB landi sem er geta sótt um. Ef þú ert frá landi utan EB þá getur þú líka sótt um svo fremi að þú sért með fasta búsetu og ætlir þér að stofna fyrirtæki innan EB lands.

 

Hvernig á að sækja um

Fylltu úr rafræna umsóknareyðublaðið og veldu þér tengilið á heimavelli sem næst þeim stað þar sem þú ert búsettur. Þeir munu leiðbeina þér í gegnum ferlið. Ef enginn hentugur tengiliður er tiltækur í þínu landi, þá getur þú sett þig í samband við einhvern af þeim 100 tengiliðum á heimavelli sem staðsettir eru í öðrum löndum.

 

„Erasmus áætlunin fyrir unga atvinnurekendur er auðgandi lífsreynsla og einstaklega markviss og ég mæli sérstaklega með henni við alla þá sem eru ákveðnir í því að stofna fyrirtæki. Minn flutningur milli landa nýttist mér sérstaklega vel til þess að skilja umhverfið, reglurnar og málsmeðferðina við að stofna mitt fyrirtæki og þetta var einstakt tækifæri til þess að byggja upp gagnlegt tengslanet”.
Maurizio Alì, frá Ítalíu, dvaldi í 6 mánuði hjá Yepe samtökunum í Frakklandi.

 

Erasmus áætlunin fyrir unga atvinnurekendur sér þér fyrir fjárhagsaðstoð sem telst framlag hennar til ferðakostnaðar þíns til og frá dvalarlandinu auk framfærslukostnaður (einkum húsnæðis). Engu að síður, þá þarft þú bæði að vilja og geta aflað þér viðbótarfjár til þess að standa straum af kostnaði sem er umfram styrkinn.

Útgefið efni: Mán, 22/04/2013 - 16:46


Tweet Button: 


Info for young people in the western balkans

Vantar þig ráðgjöf sérfræðings?

Ask us!