Evrópska ungmennagáttin
Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

Ungur vinnuveitandi – stofnaðu þitt eigið fyrirtæki

A picture
© shutterstock.com - Andresr
Hvað er betra fyrir mann í atvinnuleit en að skapa sér sína eigin vinnu?

Framtakssemi gengur út á það að hrinda þínum eigin hugmyndum í framkvæmd. Til þess þarfa að leggja hart að sér og hafa þor til þess að taka meðvitaða áhættu.

Lykilatriðið er að sýna frumkvæði – þróa nýja vöru eða þjónustu sem enginn hefur boðið áður eða bjóða það á einhverjum þeim stað þar sem þau voru ekki fáanleg áður.

Gríptu á lofti einhverja hugmynd sem þér dettur í hug, sama hversu fáránleg hún kann að virðast. Síðan getur þú byrjað að sníða af henni vankantana, hugsa málið og bera það undir aðra og hefjast svo handa við að þróa viðskiptahugmynd – sem er vel uppsett skjal þar sem þú útskýrir markmið þín og hvernig þú hyggst ná þeim.

Að sjálfsögðu, þá ætlast enginn til þess að þú þurfir að gera þetta upp á eigin spítur – það er hægt að stofna fyrirtæki með vinum, samstarfsmönnum eða fjölskyldumeðlimum. Það getur verið gott ráð að safna að sér fólki sem hefur aðra færni og hæfileika í viðskiptum en þú sjálfur.

 

Hagnýtar upplýsingar og ráðleggingar

Gáðu að því hvort framtakssemi sé hið rétta fyrir þig á sendill vinnuveitandans.

Ef þú ert þegar búinn að stofna fyrirtækið, þá getur fyrirtækjanet Evrópu hjálpað þér til þess að ná sem bestum árangri á Evrópumarkaði.

 

Þjálfun og leiðbeinendur

Þarftu hjálp til þess að komast í gang? Þá hefur i-genius academy bæði námsskeið og þjálfun á boðstólunum á netinu.