Evrópska ungmennagáttin
Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

Aðgerðir gegn atvinnuleysi ungs fólks

Youth Guarantee – delivering results

Áætluninni Örugg framvinda (Youth Guarantee, YG) er ætlað að tryggja að allt ungt fólk yngra en 25 ára fái raunhæft og gott tilboð innan fjögurra mánaða frá því að það hætti skólagöngu eða varð atvinnulaust. Evrópuríki vinna nú að því að þér gangi vel!

YG-áætlunin er lykilvopn í baráttunni við atvinnuleysi meðal ungmenna. Í henni kemur fram að tilboðið skuli varða starf, námssamning, starfsþjálfun eða framhald á námi og skuli vera sniðið að þörfum og aðstæðum viðkomandi einstaklings. Markmiðið er að koma betra skipulagi á feril ungmenna frá skóla í starf og styðja beint við atvinnutækifæri handa ungu fólki. Þar sem kringumstæður eru ólíkar frá einu landi til annars kann YG-áætlunin að taka á sig aðra mynd í þínu landi en öðru.

 

Áætlunin byggir á árangursríkri tilraun í Austurríki og Finnlandi. Í síðarnefnda ríkinu leiddi hún til þess að atvinnuleysi ungs fólks minnkaði enda tókst að útvega 83,5% ungmennanna starf, starfsþjálfun, námssamning eða viðbótarnámstilboð innan þriggja mánaða frá því að þau skráðu sig.

 

Áætlanir um innleiðingu í þjóðríkjunum

Til að þoka áfram undirbúningi við YG-áætlunina og tryggja að hún skili raunverulegum árangri er nauðsynlegt að mikil og góð samvinna sé milli allra þeirra sem að málum koma (opinberra yfirvalda, menntastofnana, atvinnuveitenda o.s.frv.). ESB-ríkin hafa hvert um sig lagt fram YG-innleiðingaráætlun þar sem gerð er grein fyrir þeim ráðstöfunum sem þurfa að koma til, tímarammanum og hlutverki opinberra yfirvalda og annarra aðila.

 

Ef takast á að ná markmiðum áætlunarinnar þarf að gera stefnumarkandi umbætur til að ungt fólk eigi greiða leið úr skóla út í atvinnulífið. Umbæturnar gætu falist í því að styrkja starf opinberra vinnumiðlana, bæta samstarfsmöguleika til að ná til ungs fólks og gera breytingar á menntakerfum. Þegar framkvæmdastjórnin hafði lokið mati sínu á innleiðingaráætlunum ríkjanna voru átta ríki beðin um að grípa til öflugri aðgerða. 

 

Tilraunaverkefni

Þar sem YG-áætlunin er enn í mótun hjá sumum aðildarlöndunum er ekki víst að þú getir nýtt þér hana enn sem komið er. Þó sýna 18 tilraunaverkefni, sem sett voru í gang í sjö ríkjum í ágúst-september 2013, hvað áætlunin snýst um og þau gefa hugmynd um hvernig útfærsla hennar gæti orðið í þínu heimalandi:

 

Í Rúmeníu voru settir á laggirnar „starfsklúbbar“  til að undirbúa ungt fólk undir þátttöku í atvinnu-lífinu með því að veita leiðsögn, skipuleggja sérstök þjálfunarnámskeið og koma á fót fyrirtækjum til frekari þjálfunar.

Í Bretlandi var komið á samstarfi milli skóla og atvinnuveitenda og ungu fólki gefinn kostur á starfsþjálfun og námssamningum, m.a. í gegnum einstaklingsbundna leiðsögn og viðburði til að auðvelda starfsval. 

 

Á Ítalíu voru skipulagðar heimsóknir í skóla og fyrirtæki, ennfremur haldnir upplýsingafundir um sjálfstæðan atvinnurekstur og hvatningarnámskeið fyrir ungt fólk.

Á Írlandi var ungu fólki í atvinnuleit boðið upp á viðtöl við ráðgjafa frá opinberum vinnumiðlunum.

Litháen þróaði fyrirkomulag þar sem Vilníus-borg og samtök atvinnuveitenda leiða saman ungt fólk í atvinnuleit og fyrirtæki í borginni, m.a. með tveggja vikna starfsþjálfunartækifærum. 

 

Ef þú vilt vita meira um YG-áætlunina og innleiðingu hennar skaltu lesa minnisblað framkvæmdastjórnarinnar um YG.

Útgefið efni: Fim, 19/03/2015 - 16:07


Tweet Button: 


Info for young people in the western balkans

Vantar þig ráðgjöf sérfræðings?

Ask us!