Evrópska ungmennagáttin
Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

Au pair erlendis – ef þér finnst gaman að vinna með börnum

A picture
© shutterstock.com - Petrenko_Andriy
Með því að gerast au pair – og þar með tímabundinn meðlimur gestagjafafjölskyldunnar – þá getur þú öðlast bæði starfs- og lífsreynlu á öðru menningarsvæði.

Au pair-fólki er ætlað að annast börnin í fjölskyldunni og stundum er ætlast til að það hjálpi líka til við húsverkin. Í staðinn, þá býður fjölskyldan upp á gistingu og fullt fæði auk þess sem einhverjir vasapeningar eru látnir í té. Þú munt njóta almannatrygginga og heilsugæslu, en yfirleitt þarftu að greiða ferðakostnaðinn úr eigin vasa.

 

Ef þú hefur ekki nein persónuleg sambönd, þá er besta leiðin til þess að finna sér stöðu að láta umboðsskrifstofur eða stofnanir hafa milligöngu um það, en vertu samt undir það búinn að þurfa að greiða smáupphæð fyrir þá þjónustu.

Hver eru helstu skilyrðin?

  • Yfirleitt eru au pair á aldrinum 18 – 24 (enda þótt sumar umboðsskrifstofur útvegi au pair allt upp í 30 ára).
  • Það er enginn fastákveðinn dvalartími – sumir dvelja bara sumarlangt á meðan aðrir eru í ár eða meira.
  • Þú verður að hafa lágmarksþekkingu á tungumálinu sem talað er í gestalandi þínu.
  • Það er óþarfi að búa yfir einhverri sérstakri reynslu – þó það skaði alls ekki að geta sýnt frammá að þú hafir reynslu af að umgangast börn.
  • Ökuskírteinis er ekki alltaf krafist, en það kemur sér þó vel að hafa það.

 

Hvernig get ég byrjað?

  • Sýndu fyrirhyggju – venjulega eru ekki neinir umsóknarfrestir, en það þarf að gefa sér góðan tíma til þess að finna það sem best hentar og til að ganga frá öllum formsatriðum.
  • Finndu þér viðurkenndar umboðsskrifstofur eða stofnanir sem finna au pair stöður (sjá hér fyrir neðan). Ef þú þarft aðstoð, hafðu þá samband við Eurodesk í nágrenni þínu.

 

Hvert get ég leitað:

Au pair box – mikið úrval af viðurkenndum au pair umboðsskrifstofum, með spjallrás til þess að skiptast á lýsingum á upplifunum

Au pair leitin – leitarvél á heimsgrundvelli til þess að finna sér gestgjafafjölskyldu, au pair umboðsskrifstofu, ráðleggingar um atvinnuleyfi og rafrænn umræðuvettvangur

Au pair heimur – alþjóðlegur au pair gagnagrunnur

Finna au pair raðar saman au pair-fólki og fjölskyldum alls staðar að úr heiminum, umræðuvettvangur, upplýsingar um vegabréfsáritanir og tenglar á umboðsskrifstofur

Alþjóðlegu Au Pair samtökin veitir aðgang að stofnunum sem eru virkar í öllu því sem snýr að au pair og menningarsamskiptum

Útgefið efni: Mán, 22/04/2013 - 14:52


Tweet Button: 


Info for young people in the western balkans

Vantar þig ráðgjöf sérfræðings?

Ask us!