Evrópska ungmennagáttin
Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

Verkefni Alþjóðabankans ungir atvinnumenn

A picture
© fotolia.com
Ert þú ástríðufullur áhugamaður um þróun á alþjóðavettvangi og hefur jafnvel metnað til þess að verða heimsþekktur leiðtogi í framtíðinni? Taktu þá fyrsta skrefið með því að sækja um verkefni Alþjóðabankans ungir atvinnumenn.

Verkefnið ungir atvinnumenn er stórkostlegt tækifæri fyrir hámenntað, hæfileikaríkt og áhugasamt fólk, sem sýnt hefur góða frammistöðu ásamt skuldbindingu við þróunarmál, góðan náms- og starfsárangur og leiðtogahæfileika. Alþjóðabankinn fær um það bil 10. 000 umsóknir á ári, en af þeim eru um 30 umsækjendur valdir til þess að taka þátt í hinum tveim árslöngu skiptiverkefnum.

 

„Ég var mjög heppin að hafa komist að í verkefninu ungir atvinnumenn, því þar fékk ég tækifæri til þess að starfa með virkilega færum fagmönnum og leiðbeinendum.”
Friederike frá Þýskalandi

 

Hvernig á að sækja um

Til þess að sækja um, þá verður þú:

- að vera 32 ára eða yngri

- hafa meistargráðu eða sambærilegt

- tala ensku reiprennandi

- að hafa fullt vald á að minnsta kosti einu hafa hinum vinnutungumálum bankans: Arabísku, kínversku, frönsku, portúgölsku, rússnesku eða spænsku

- sérhæfa þig á einu af þeim þeim sviðum sem aðgerðir Alþjóðabankans ná til eins og til dæmis hagfræði, fjármála, menntunar, lýðheilsu, félagsvísinda, verkfræði, borgarskipulags og stjórnunar náttúruauðlinda

- eiga að baki að minnsta kosti 3 ára viðeigandi starfsreynslu á stefnumótunarsviði eða samfelldan námsferil á doktorsstigi.

Verkefnið ungir atvinnumenn ræður ekki sem stendur til sín fólk með prófgráður í eftirtöldum fögum: tölvunarfræðum, mannauðsþekkingu, reikningshaldi, markaðsmálum, lögfræði eða málvísindum – nema að þau tengist á einhvern marktækan hátt við þær greinar sem áður voru taldar upp.

 

Umsóknarfrestur!

Tekið er við umsóknum rafrænt milli 1.maí og 30. júní ár hvert og valferlið tekur 9 mánuði. Þannig að, ef þú ert valinn, þá muntu hefja störf í september árið eftir.

 

Frá því að verkefninu ungir atvinnumenn var hleypt af stokkunum, þá hafa yfir 1.500 manns verið ráðnir til vinnu, sem nú eru að störfum hjá Alþjóðabankanum.

Útgefið efni: Mán, 22/04/2013 - 14:37


Tweet Button: 

Skyldir tenglar


Info for young people in the western balkans

Vantar þig ráðgjöf sérfræðings?

Ask us!