Evrópska ungmennagáttin
Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

Vinna í öðru Evrópulandi

A picture
© shutterstock.com - Yuri Arcurs.jpg
Hvort sem þú ert nýútskrifaður eða hefur nú þegar smá reynslu af vinnumarkaðinum í heimalandinu, þá er ekkert því til fyrirstöðu að þú leggir grunninn að starfsferli þínu hver sem er í Evrópu – það er að segja ef þú ert fáanlegur til að prófa nýtt land.

Auk hins faglega ávinnings, þá getur starf erlendis aflað þér nýrrar persónulegrar færni og menningarlegar innsýnar og ef til vill líka innifalið möguleikann á að læra nýtt tungumál.

 

Hvar get ég unnið?

Sem ríkisborgara í EB landi, þá áttu rétt til vinnu – án þess að þurfa atvinnuleyfi – í hvaða EB landi sem er, auk Íslands, Liechtenstein, Noregs og Sviss.

Engu að síður, þá eru alltaf viss skilyrði sem þú þarft að þekkja þegar þú vinnur og dvelur í öðru landi.

Ennfremur, ef þú ert ríkisborgari í Króatía, Búlgaríu eða Rúmeníu, nýjustu meðlimum EB, þá getur verið að vissar aðlögunarreglur gildi um þig.

 

6 skref til þess að fá vinnu í Evrópu

EURES, vinnumiðlunarnet Evrópu, er með nokkrar hagnýtar ráðlegginar um 6 mikilvægustu skrefin í því ferli að verða sér úti um starf erlendis – allt frá því að finna laust starf til þess að koma sér fyrir í nýja landinu.

 

Rannsóknarstöður

Ef þú hefur frekar áhuga á því að taka að þér rannsóknarstöðu erlendis, þá getur þú kannað það betur á EURAXESS – vísindamenn á ferðinni.

 

Mismunur milli landa

Þegar kemur að því að sækja um, vertu þá vissum að þú takir tillit til mismunarins milli landa, til dæmis starfsvenja um ráðningar. Að sækja um starf í öðru landi er örlítið flóknara heldur en að láta bara þýða ferilskrá sína.

Útgefið efni: Mán, 22/04/2013 - 12:47


Tweet Button: 

Skyldir tenglar


Info for young people in the western balkans

Vantar þig ráðgjöf sérfræðings?

Ask us!