Evrópska ungmennagáttin
Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

Færni þín viðurkennd í öllum Evrópulöndum

© iStockphoto.com - skynesher
© iStockphoto.com - skynesher
Hvort sem um er að ræða starfsþjálfun, nám, sjálfboðastarf eða önnur verkefni á erlendum vettvangi felst í því mikil þekkingaröflun sem kemur þér að notum síðar. Hvað gerir ESB til að tryggja að slík reynsla sé viðurkennd í öðrum Evrópulöndum?

Nám

Kannski viltu fá nám þitt viðurkennt í öðru landi, annaðhvort vegna þess að þú ert að fara í skipti eða hyggst fara erlendis til að vinna eða stunda nám. Til að auðvelda þér þetta hefur ESB þróað tvö einingakerfi til að kortleggja námsárangur sem einstaklingur hefur að baki í einstökum ESB-ríkjum: ECTS fyrir æðri menntun og ECVET fyrir starfsmenntun.

 

Auk þessara einingakerfa er einnig til Evrópski viðmiðaramminn um menntun og hæfi (European Qualifications Framework, EQF) sem sýnir samanburð milli einstakra ríkja. Þetta tæki hjálpar þér til að skilja hæfistig í öðrum Evrópulöndum með því að finna samsvörun þeirra samkvæmt átta EQF-viðmiðunarflokkum.

 

Óformlegt og formlaust nám

Það er ekki er alltaf auðvelt að fá færni sína viðurkennda. Þegar þú hefur lokið formlegri menntun, t.d. grunnnámi í háskóla, færðu prófskírteini sem sannar að þú hafir öðlast tiltekið hæfi. En ef þú hefur tekið þátt í sjálfboðaverkefni? Þar hefur þú eflaust öðlast færni sem kemur þér að notum ævilangt, en kannski kemur hún ekki fram á neinum pappírum.

 

Til þess að auðvelda viðurkenningu á óformlegri og formlausri þekkingaröflun (t.d. eins og þá sem á sér stað þegar þú tekur þátt í sjálfboðastarfi) eru lönd í ESB beðin um að gera ráðstafanir sem gera mat á þessu sviði mögulegt ekki síðar en árið 2018. Raunfærnimat í Evrópu er yfirlit yfir góðar aðferðir við mat á færni sem þegar eru til staðar.

 

Evrópskur færnipassi

Taktu saman alla færni þína og reynslu í Europass ‒ færnipassa! Hann er settur saman úr fimm skjölum sem gefa öðrum, t.d. mögulegum vinnuveitendum, hugmynd um hvers konar færni og reynslu þú býrð yfir. Í honum er ferilskrá og tungumálapassi þar sem þú getur skráð tungumálin sem þú hefur lært, færni þína í að tala þau og skilning á töluðu og lesnu máli, ennfremur prófskírteini eða aðra tungumálareynslu.

Einnig má skrá í Europass – starfsmenntavegabréf færni og þekkingu sem aflað hefur verið í öðru Evrópulandi, t.d. við starfsþjálfun, skiptinám í háskóla eða í sjálfboðastarfi. Að lokum gera viðaukar við prófgráður og skírteini þér kleift að veita viðbótarupplýsingar um hvað þú lærðir í því námi eða starfsmenntun sem prófgráðan eða vottorðið nær til.

 

Ungmennapassinn

Hefurðu tekið þátt í verkefni styrktu af Erasmus+ og viltu að reynslan sem þú aflaðir þér þar verði viðurkennd í heimalandi þínu eða öðru ESB-ríki? Þá er Ungmennapassinn eitthvað fyrir þig! Eins og stendur nær hann aðeins til ungmennaskipta (Youth Exchanges), evrópsku sjálfboðaliðaþjónustunnar (European Voluntary Service) og hreyfanleika leiðbeinenda í ungmennastarfi (Mobility for Youth Workers), en áður en langt um líður verður hægt að búa til ungmennapassa í tengslum við aðra starfsemi.

Útgefið efni: Fim, 19/03/2015 - 14:56


Tweet Button: 

Skyldir tenglar


Info for young people in the western balkans

Vantar þig ráðgjöf sérfræðings?

Ask us!