Evrópska ungmennagáttin
Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

Lærðu starfsgrein

A picture
© shutterstock.com - artiomp
Hvort sem þú ert enn í skóla eða útskrifaður úr háskóla, þá getur starfsnám eða þjálfun hjálpað þér til þess að undibúa þig fyrir hinn alþjóðlega vinnumarkað og þú getur þannig aflað þér þeirrar færni sem nauðsynleg er í ferlum vissra atvinnugreina.

Til dæmis eru þau störf sem útheimta miðlungsréttindi um starfshæfni enn langtum fleiri en þau sem krefjast háskólaprófs – þannig að ávinningurinn af því að hafa lagt stund á starfsmenntun og þjálfun er augljós.

 

Aflaðu þér frekari upplýsinga um starfsmenntun frá Euroguidance –hjálpargagnamiðstöðvar um starfsmenntunarleiðbeiningar

 

Starfsþjálfunaráætlanir eru í ætt við  lærlingskerfið – hvoru tveggja blanda saman reynslu af hagnýtum verkefnum við fræðilegt nám. Þær geta átt sér stað á framhaldsskólastiginu, að því loknu eða á öðru menntunarstigi, en eru samt ekki metnar til jafns á við æðri menntun.

 

Ef þú ert námsmaður, þá getur þú betrumbætt verktengda færni þína með því að takast á við verkefni í ýmsum löndum innan vébanda  Leonardo da Vinci áætlunarinnar.

 

Starfsmenntun meira metin að verðleikum

Fjölmörgum evrópskum átaksverkefnum hefur verið komið á fót til þess að auka viðurkenningu á gæðum þeirrar færni og á þeirri starfshæfni sem menn öðlast fyrir milligöngu starfsmenntunar: