Evrópska ungmennagáttin
Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

Einfaldlega BEST fyrir námsmenn í tæknigreinum

A picture
© fotolia.com - FotolEdhar
Finnst þér að bæta við sig aukanámskeiðum sé hundleiðinlegt? Hugsaðu málið upp á nýtt!

BEST (Evrópunefnd námsmanna í tæknigreinum) er stofnun sem er ekki rekin í hagnaðarskyni og býður upp á stutt námskeið árið um kring þar sem verkfræðistúdentar fá tækifæri til þess að læra meira um eitthvert sérstakt áhugamál sitt.

 

Þessi námskeið gera mönnum kleift að sækja fyrirlestra, heimsækja fyrirtæki, iðnaðarverksmiðjur og rannsóknarmiðstöðvar og að taka þátt í athugunum á vissum fyrirbærum. Að því loknu muntu gangast undir próf og, ef viðkomandi námskeið er viðurkennt af þínum heimaháskóla, þá getur þú jafnvel fengið ECTS námseiningar fyrir það.

 

En þetta gengur ekki bara út á hörkupúl – þér mun einnig gefast tækifæri til þess að hitta fullt af fólki frá yfir 30 þátttökulöndum og taka þátt í menningarviðburðum.

 

Skrá yfir BEST námskeið á tæknisviði.

 

Hvernig á að sækja um

Hefurðu áhuga? Þú getur sótt um ef þú ert námsmaður í tæknigreinum við háskólastofnun þar sem  BEST hópur er á staðnum eða ef að þinn háskóli er BEST samstarfsstofnun.

Kannaðu hvernig á að sækja um og byrjaðu á því að semja bréf þar sem þú útskýrir hvað þér gengur til með umsókninni. Umsóknarfrestir eru mismunandi eftir árstíðum námskeiðanna.

 

Enn ekki sannfærður? Kannski getur myndbandið hjálpað!

Útgefið efni Þri, 23/04/2013 - 17:10
Síðast uppfært Fös, 21/09/2018 - 13:25


Skyldir tenglar


Info for young people in the western balkans

Vantar þig ráðgjöf sérfræðings?

Ask us!