Evrópska ungmennagáttin
Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

Að læra af eigin reynslu – óformleg menntun‬‬‬

The Story of Youthpass, part II (2012)

Menntun er mikilvægur þáttur í lífi allra, en hún þarf ekki endilega að fara öll fram í kennslustofunni. Það eru nefnilega til aðrar leiðir til að læra, jafnvel án þess að þú gerir þér grein fyrir að þú sért að því.

Hefðbundin menntun er formleg og skipulögð – fer fram í menntastofnun(skóla,háskóla) og leiðir til starfsréttinda.

 

Óformlegt nám er hið gagnstæða: ýmislegt sem manni lærist við sín daglegu störf, á vettvangi fjölskyldunnar eða frístundastarfsemi.

 

Að læra af eigin reynslu liggur einhversstaðar mitt á milli þessara tveggja ystu marka. Það getur farið fram á skipulagðan hátt og að markmið séu sett með náminu – en venjulega fer það þó fram utan veggja formlegra stofnana: á verkstæðum, vinnustofum, með námskeiðum á vegum sveitarfélaga, á vinnustaðnum eða jafnvel á vettvangi íþróttanna.

Það getur einnig verið nám að þínu eigin frumkvæði eða afleiðing af annarri starfsemi.

 

En það skiptir litlu hvernig það hefur átt sér stað, því nú er hægt að fá formlega viðurkenningu á því sem maður hefur lært á þennan hátt – fyrir milligöngu Youthpass.

 

Á undanförnum árum hafa sífellt fleiri stofnanir gert sér grein fyrir að allt það sem stuðlar að námi er mikilvægt og jafnframt að viðurkenna að óformleg menntun og það að læra af eigin reynslu sé jafngildi formlegrar menntunar.

OECD viðurkenning á óformlegri menntun og því að læra af eigin reynslu

EB fullgilding á óformlegri menntun og að læra af eigin reynslu

Útgefið efni: Þri, 23/04/2013 - 15:12


Skyldir tenglar


Info for young people in the western balkans

Vantar þig ráðgjöf sérfræðings?

Ask us!