Evrópska ungmennagáttin
Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

Viltu stunda nám í Evrópu?

© shutterstock.com - Tom_Wang
© shutterstock.com - Tom_Wang
Þá er ekki úr vegi að kanna málið! Byrjaðu á því að skoða upplýsingarnar á þessum vefsíðum. Þær geta gagnast þér við val á landi, háskóla, námsleið og mögulegum styrkjum.

Nám í Evrópu

 Þessi vefsíða hefur að geyma upplýsingar um háskóla, skólagjöld og námsleiðir á bachelors- og meistarastigi í hverju Evrópulandi fyrir sig. Þar sem óhjákvæmilegt er að hugsa um fjárhaginn þegar maður hyggur á nám erlendis má einnig gera samanburð á löndum út frá skólagjöldum, fyrir nemendur innan og utan ESB.

 

Study portals

 Þessum vettvangi er ætlað að veita góða innsýn inn í þá fjölmörgu námsmöguleika sem bjóðast í Evrópu og víðar. Þú getur leitað að námsleiðum á bachelors-, meistara- og doktorsstigi á því sviði sem þú hugur þinn stendur til. Gagnagrunnurinn inniheldur mörg þúsund námsleiðir. Þú getur einnig leitað í gagnagrunninum út frá einstöku landi til að skoða námsleiðir á þínu áhugasviði.

 

U-Multirank

 Veistu ekki hvert halda skal? Þessi vefsíða hjálpar þér að finna háskóla sem svarar til þinna óska; berðu saman háskóla út frá því hversu miklu fé er varið til rannsókna, þátttöku í alþjóðasamfélaginu og stærð, svo dæmi séu nefnd, eða skoðaðu háskóla sem þú hefur augastað á. Þú getur líka skoðað listana þar sem háskólum er gefin einkunn út frá tilteknum viðmiðum og athugað hvernig skólinn sem þú ert að hugsa um stendur sig.

  

Á vefgátt framkvæmdastjórnar ESB, Upplýsingagátt um nám í Evrópu, færðu upplýsingar tengdar því að sækja um skólavist í Evrópu og leiðbeiningar um val á námsbraut. Og ef þú vilt komast að því hvaða pappíra er krafist við komuna til landsins sem þú valdir skaltu skoða ESB – gátt fyrir innflytjendur. Þar er að finna upplýsingar um vegabréfsáritanir.

 

Það er frábær reynsla að fara til náms erlendis og þarf ekki að setja fjárhaginn á annan endann! Leitaðu að styrkjum í þeirri grein sem þú hefur áhuga á; hver veit nema þér takist að fjármagna skólagjöldin að hluta eða öllu leyti. Og þá er hægt að fara að pakka!

Útgefið efni: Mið, 18/03/2015 - 17:02


Tweet Button: 


Info for young people in the western balkans

Vantar þig ráðgjöf sérfræðings?

Ask us!