Evrópska ungmennagáttin
Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

Leggið stund á nám erlendis með ERASMUS – upplifun fyrir lífstíð

A picture
© fotolia.com - goodluz
Auk þess að afla þér menntunar- menningar- og persónulegs ávinnings, þá getur ERASMUS-ár orðið til verulegrar styrkingar á starfsferli þínum.

Með ERASMUS áætlun EB getur þú lagt stund á nám, allt frá 3 til 12 mánaða, í einhverjum hinna rúmlega 4.000 háskóla í yfir 30 Evrópulöndum sem taka þátt í áætluninni.

Til þess að hjálpa þér við að standa straum af ferða- og dvalarkostnaði, þá getur þú sótt um ERASMUS styrk og þarft ekki að greiða nein gjöld í háskólanum sem veitir þér viðtöku.

 

Hvaða lönd bjóða upp á ERASMUS?

Öll EB lönd auk Íslands, Liechtenstein, Noregs, Tyrklands, Króatíu og Makedóníu (Fyrrverandi lýðveldi Júgóslavíu)

Hver getur sótt um?

Til þess að verður þú:

  • að vera skráður námsmaður við ERASMUS æðri menntastofnun
  • hafa lokið að minnsta kosti fyrsta árs námi í námsgrein sem leiðir til viðurkenndrar prófgráðu

 

Hvernig á að hefjast handa?

  • hafðu samband við alþjóðaskrifstofu þíns háskóla og /eða ERASMUS skrifstofu til þess að afla þér upplýsinga um viss tækifæri, valferlið og mögulega fjárhagsaðstoð.
  • Athugaðu ERASMUS námsmannasáttmálann, sem kveður á um réttindi þín og skyldur á meðan á dvöl þinni erlendis stendur.

 

Þetta var einfaldlega besta árið á mínum háskólaferli, þar sem ég nýtti mér ýmis tækifæri sem ekki stóðu til boða í mínum heimaháskóla auk þess sem ég aflaði mér margra nýrra vina. ERASMUS-árið gaf mér nýja innsýn á umheiminn sem náði langt út fyrir mitt heimaland og jafnvel Evrópu.”

Tomás Sánchez López’s frá Spáni eyddi lokaári sínu í meistaranámi í Finnlandi árið 2002.

 

Á meðan á ERASMUS-ári þínu stendur

Að mæta í tíma og að kynnast öðruvísi háskólakerfi er allt saman mikilvægur þáttur í dvöl þinni erlendis, en að kynnast öðrum ERASMUS námsmönnum og að demba sér í annan menningarheim er líka partur af því sem stendur til boða. Tengslanet ERASMUS námsmanna getur einmitt hjálpað þér við það, finndu þér bara deild þeirra í nágrenninu og athugaðu hvað þeir eru með í bígerð.

 

Að lokum

Þegar líður að lokum dvalar þinnar erlendis, þá er þeirri menntastofnun sem veitti þér viðtöku uppálagt að láta þig sjálfan og þína heimastofnun hafa afrit af þeim skrám sem staðfesta að þú hafir uppfyllt menntunarsamninginn og þar verður námsárangurs þíns einnig getið.

Þinni heimastofnun verður þá uppálagt að veita þér fulla menntunarviðurkenningu fyrir að hafa lokið þeirri námsframvindu sem kveðið var á um í menntunarsamningnum og að nota til þess ECTS námseiningar.