Evrópska ungmennagáttin
Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

Hvernig virkar evrópska menntakerfið

A picture
© fotolia.com - Robert Kneschke
Ertu forvitinn um hvernig skólar og háskólar virka í öðrum löndum?

Skólamenntun

Flestir evrópskir námsmenn eyða a.m.k. 9 eða 10 árum í skólum. Þar sem skólaskylda er mislöng frá einu landi til annars, þá hefst skólaganga barna einnig á mismunandi aldri -  en yfirleitt er það þó á aldrinum 5 til 6 ára.

Evrópsk menntakerfi setja sér það markmið að sjá nemendum fyrir þeirri almennu og víðtæku fræðslu sem þeir munu þurfa á að halda í framtíðinni. Enda þótt sérhvert EB land beri ábyrgð á sinni eigin menntastefnu og hvað sé kennt, þá styður framkvæmdastjórn Evrópusambandsins engu að síður við átaksverkefni í menntamálum á landsvísu sem miða að því að auka gæði menntunarinnar.

 

Æðri menntun

Í Evrópu eru á að giska 4.000 æðri menntastofnanir með rúmlega 19 milljón nemendur og fjöldi starfsmanna nemur 1,5 milljón. Ár eftir ár, þá birtast evrópskir háskólar ofarlega á listum yfir þá 100 bestu í heiminum. Samt sem áður er kennslugjöldum yfirleitt stillt mjög í hóf.

Það má þakka því á hve snurðulausan hátt nú er hægt að færa til námskeiðsverkefni, mat á starfshæfni og möguleika til rannsókna milli evrópskra háskóla hversu auðvelt það er orðið að bregða sér í nám erlendis eða til þess að leggja upp og nýta sér prófskírteini sitt til þess að starfa í öðru landi.

 

Starfsmenntun og þjálfun

Fyrir tilstilli þeirra aflar þú þér þeirrar færni sem nauðsynleg er til þess að geta keppt á hinum alþjóðlega vinnumarkaði eins og við þekkjum hann í dag. Að afla sér menntunar með launaðri starfsþjálfun tengist yfirleitt vissum starfsgreinum eða þróun á starfsferli, en þá er hagnýt starfsreynsla tvinnuð saman við fræðilegt nám. Þetta getur átt sér stað á framhaldsskólastiginu, að því loknu eða á öðru menntunarstigi, en hún er samt ekki metin til jafns á við æðri menntun.

 

Samkvæmt nýjustu hagtölunum frá Hagstofu Evrópubandalaganna, þá eru rúmlega 93 milljónir nemenda og námsmanna skráðir á öllum námsstigum, allt frá barnaskólum til framhaldsmenntunar á háskólastigi.