Evrópska ungmennagáttin
Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

Gildir prófskírteinið mitt í öðru landi?

Það eru aðallega tvær ástæður til þess að þú gætir þurft að láta ganga úr skugga um að nám þitt sé viðurkennt í öðru landi: annars vegar þegar þú ert að fara á vegum Erasmus eða annarar áætlunar, eða hins vegar ef þú vilt flytja til annars lands vegna náms eða vinnu.

Evrópska uppsöfnunar- og viðurkenningarkerfið fyrir námseiningar (ECTS)

Ef þú ert að flytja þig um set innan Evrópu, þá gerir ECTS þér mun auðveldara að fá nám þitt viðurkennt.

Þú getur látið meta allt það nám sem þú hefur lokið til ECTS námseininga:

  • 1 námseining = 25-30 vinnustundir
  • 1 háskólaár = 60 ECTS námseiningar

Engu að síður, þá er hverri menntastofnun frjálst að ákveða til hversu margra ECTS námseininga skuli meta námskeið á þeirra vegum.

Meira um hverning ECTS virkar

 

Hæfismat/viðurkenning

Ef ekki er hægt að fá þau námskeið sem þú hefur lokið áður fyrr metin til  ECTS námseininga, þá gætir þú þurft að sækja um hæfismat/viðurkenningu. Slíkt gæti bæði hjálpað þér og þeim háskóla þar sem þú hyggst stunda nám til þess að öðlast skilning á því hvernig fyrra nám þitt tengist þeim námskeiðum sem hann býður upp á.

Eftir því hvaða land um að ræða, þá getur ábyrgðin á því að leggja mat á fyrra nám þitt komið í hlut viðkomandi menntastofnunar,  menntamálaráðuneytis landsins eða þeirrar landsmiðstöðvar sem annast viðurkenningu á námi eða upplýsingamiðstöðvar.

Til þess að afla þér nánari upplýsinga, hafðu þá samband við upplýsingamiðstöðina á landsvísu, annaðhvort í þínu eigin heimalandi eða því landi þar sem þú hefur hug á að fara til.

Í þeim löndum þar sem engi slíkar miðstöðvar eru til staðar, hafðu þá samband við menntamálaráðuneytið.