Evrópska ungmennagáttin
Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

Láttu álit þitt í ljós á Evrópuþingi ungmenna

A picture
© shutterstock.com - nopporn
Evrópuþing ungmenna hvetur þig til þess að sýna áhuga á málefnum líðandi stundar og á lýðræðisferlinu, venja þig á að hugsa sjálfstætt og sýna eigið frumkvæði. Viltu taka þátt?

Þú ert:

  • milli 16 og 22?
  • við nám í Evrópu?
  • hleypidómalaus og forvitinn um önnur sjónarmið, aðra menningu og nýtt fólk?
  • áhugasamur um þau málefni sem hafa áhrif á það þjóðfélag sem við búum í?
  • tilbúinn í smá skemmtilegheit?

Ef þú hefur svarað öllum þessum spurningu „játandi”, þá ertu gjaldgengur til þess að taka þátt í einni af fundalotum EYP (Evrópuþings ungmenna). Hafðu hugfast að til þess að taka þátt í alþjóðlegu fundalotunum, þá þarftu að vinna landskeppnina sem landsnefnd þín skipuleggur. Þó nægir í mörgum svæðisbundnum fundalotum að fylgja bara venjulegu umsóknarferli.

Settu þig í samband við landsnefnd þína og kannaðu hvar á að hefjast handa. Ef þitt land er ekki á skrá þá getur þú sett þig í samband alþjóðaskrifstofu EYP.

 

Hvernig virkar þetta?

EYP skipuleggur 3 alþjóðlegar 10-daga fundalotur á hverju ári, ávallt í ólíku Evrópulandi. Í hverri fundalotu koma sendifulltrúarnir saman í fjölþjóðlegum málstofum og taka síðan til umfjöllunar mismunandi álitamál og semja svo um það ályktun sem loks verður rædd á allsherjarþinginu.

 

„Tækifærið sem maður fær til þess að þróa með sér margs konar færni er tilkomumesta hliðin á EYP: allt frá ríkjasamskiptum og hvernig komast má að einróma samþykki til mælskulistar og leiðtogahæfileika, frá greinaskrifum og reynslu af útgáfustörfum til fjársöfnunar og verkefnastjórnunar.”
M. Roberts, 27 ára, Bretlandi, Venture Capital Management.

 

Bakgrunnsupplýsingar

EYP er einhver besti staðurinn fyrir áhugasama unga Evrópubúa til þess að taka þátt í pólitískum umræðum og til þess að komast í tæri við önnur menningarsvæði. Undir stjórn Heinz-Schwarzkopf-stofnuninnar „Ung Evrópa”, þá tekst EYP að fá yfir 20.000 ungar manneskjur frá yfir 35 löndum til þess að taka þátt í rúmlega 100 svæðis- eða landsbundnum og alþjóðlegum viðburðum á hverju ári.

Útgefið efni: Mán, 29/04/2013 - 10:53


Tweet Button: 

Skyldir tenglar


Info for young people in the western balkans

Vantar þig ráðgjöf sérfræðings?

Ask us!