Evrópska ungmennagáttin
Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

Veldu þér hlutverk í Evrópusambandsherminum

A picture
© European Union
Langar þig til þess að upplifa það að leika hlutverk sem þingmaður á Evrópuþinginu, ráðherra í EB ráðinu, blaðamaður, meðlimur í þrýstihópi eða túlkur? Prófaðu þá að fara í herminn sem líkir eftir ferlinu þegar ný lög eru samþykkt í Evrópusambandinu.

Evrópusambandshermirinn (MEU) er eftirlíking á ákvarðanatöku í EB og stjórnmálunum sem fara fram á hverju ári í Strassborg.

Þátttakendur líkja eftir vinnuferlinu hjá  evrópskum stofnunum á Evrópuþingi, og skeggræða tvö umdeild, raunsæ lagafrumvörp sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins  hefur látið semja. Á meðan MEPar (þingmenn á Evrópuþinginu) og ráðherrar í EB ráðinu líkja eftir venjulegu lagasetningarferli, þá reyna þrýstihópsmenn að hafa áhrif á þessa tvo aðila, blaðamaðurinn semur frásögn af því hvernig yfirstandandi umræður eru að þróast og túlkar standa í ströngu við að þýða umræðurnar yfir á sínar þjóðtungur eða ensku.

 

Ímyndaðu þér að í heila viku munir þú vakna vitandi vits um að ákvarðanir þínar munu hafa áhrif á uppbyggingu Evrópu. Leiddu hugann að þægilegum stól í ráðinu – en ekki bara stól heldur fullan af andagift um framtíðina. Hugleiddu líka þá um það bil 200 manns, óaðfinnanlega klædda, klára í kollinum, ótrúlegt og íhugult fólk sem lónar fyrir framan barinn, ótrúlegt að því leiti hvernig það hugsar um framtíðina, líðandi stund og um Evrópu. Nei annars, ímyndaðu þér ekki neitt því annars verður þú allt of hlessa á þessum hermi!
Joanna Mikova (Ráðherra í ráðinu, 2011)

 

Hver getur sótt um?

http://www.meu-strasbourg.org/index.php/how-to-participate/application-guide

Umsækjendur þurfa að vera forvitnir um hvernig  evrópskar stofnanir gegna hlutverki sínu og vera færir um að taka virkan þátt í umræðunum.

 

Hvernig á að sækja um

Veldu eitt af þeim 5 hlutverkum sem í boði eru og fylgdu svo umsóknarmálsmeðferðinni.

 

Útgefið efni: Mán, 29/04/2013 - 10:03Info for young people in the western balkans

Vantar þig ráðgjöf sérfræðings?

Ask us!