Evrópska ungmennagáttin
Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

Hvar er hægt að skiptast á skoðunum?

A picture
© fotolia.com - lznogood
Það eru ýmsar leiðir sem hægt er að fara til þess að koma hugmyndum sínum á framfæri, til dæmis með því að kjósa eða sækja skipulegar umræður. En ef ekki eru neinar kosningar í vændum eða ef málefni þitt er ekki beinlínis tengt stjórnmálum, þá eru til aðrar leiðir til að ná eyrum manna.

Allt frá pólitískum málefnum, efni tengdu ungmennum, þjóðfélagsmálum, heilsu eða mannréttindum. Á staðnum eða úr herberginu heima hjá þér. Kíktu bara á alla eftirfarandi staði og þar sem þú getur látið rödd þína heyrast.

 

Rödd þín í Evrópu gerir þér fært að koma með þitt innlegg í stefnumótunarferli framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í gegnum viðræðufundi, samræður og um aðrar rásir. Framkvæmdastjórnin óskar eftir að kynnast hugmyndum þínum, bregðast við þinni gagnrýni og læra af þinni reynslu.

 

Agora ræðutorg borgaranna stefnir að því að vera tengiliður milli þín og Evrópuþingsins. Það skapar þér tækifæri til þess að taka þátt í umræðum um dagskrá þingsins í löggjafarmálum. Agora getur komið á framfæri markvissri stefnumótun sem byggð er á daglegri lífsreynslu.

 

UNESCO vettvangur ungmenna tengir saman sendifulltrúa alls staðar að úr heiminum til þess að skiptast á skoðunum, deila lífsreynslu, hugsa málin og finna sameiginleg áhyggjuefni og vandamál.

 

UNICEF raddir ungmenna er staður á netinu þar sem ungt fólk getur aukið við þekkingu sína á þeim málefnum sem hafa áhrif á umhverfi þess. Úr þessum ræðustól getur ungt fólk alls staðar að úr heiminum tjáð skoðanir sínar, kannað, rætt og gripið til aðgerða á hnattrænum vandamálum.

 

Hnattrænar raddir á netinu virkar eins og alþjóðlegt, fjöltyngt bloggsamfélag, með ljósmyndir og hlaðvarp frá yfir 130 löndum sem hjálpar fólki vítt og breitt um heiminn til þess að komast að og birta upplýsingar um samfélag sitt. Þú getur gengið í lið með þeim með því að koma hugmyndum á framfæri eða með því að gerast höfundur efnis.

Útgefið efni: Fös, 26/04/2013 - 12:50


Tweet Button: 


Info for young people in the western balkans

Vantar þig ráðgjöf sérfræðings?

Ask us!