Evrópska ungmennagáttin
Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

Skipulegar umræður - láttu rödd þína heyrast

A picture
© fotolia.com - Aaron Amat
Skipulegar umræður eru samræður milli ungs fólks og stefnumótenda um viss þemu, í því augnamiði að tekið sé tillit til sjónarmiða ungs fólks við mótun á ungmennastefnu EB.

Hvar á að byrja

Þú getur tekið þátt í ferlinu um skipulegar umræður í einhverju hinna 27 EB landa með því að setja þig beint í samband við vinnuhóp þíns þjóðlands.

 

Vinnuhópar þjóðlanda, hver í sínu eigin heimalandi, halda samráðsfundi við ungt fólk, ungmennasamtök og stefnumótendur. Með skipulegum umræðum er stefnt að því að ná til alls ungs fólks, þar með talið þess sem notið hefur fárra tækifæra eða er ekki í neinum formlegum samtökum.

 

Hver er árangurinn?

Árangrinum af öllum umræðum á landsvísu er safnað saman í bakgrunnsskjöl sem síðan gagnast ungmennaráðstefnum EB, þar sem fulltrúar ungmennanna og stefnumótendurnir hafa tækifæri til þess að starfa saman og komast að sameiginlegri niðurstöðu sem send verður EB. Ungmennaráðstefnur EB eru haldnar tvisvar á ári og gestgjafinn er það land sem er í formennsku EB.

Æskilegasta niðurstaðan verður þá er sú að formennskulandið mæli með niðurstöðum EB ungmennaráðstefnunnar og kynni þær fyrir ráði Evrópusambandsins. Síðan gæti ráðið samþykkt ályktunina eða niðurstöðurnar.

 

Hvað hefur gerst fram að þessu?

Annarri umferð skipulegu umræðnanna lauk í nóvember 2012. Þessi umferð var byggð upp í kringum þemað um þátttöku ungmenna í lýðræðislegu lífsmunstri og deildist síðan upp í 3 undirþemu sem tengdust forgangsatriðum sem löndin í formennsku EB leggja áherslu á: Æskan og umheimurinn (Pólland); sköpunargáfa og nýsköpun (Danmörk) og félagsleg aðlögun (Kýpur).

 

Skipulegar umræður í stuttu máli

Útgefið efni: Fös, 26/04/2013 - 12:27


Tweet Button: 

Skyldir tenglar


Info for young people in the western balkans

Vantar þig ráðgjöf sérfræðings?

Ask us!