Evrópska ungmennagáttin
Upplýsingar og tækifæri fyrir ungt fólk vítt og breitt í Evrópu.

SÞ sjálfboðaliði deilir sögu sinni

A picture
© shutterstock.com - Samuel Borges Photography
Marie Dibangue (frá Kamerún) var UNV fulltrúi í deild sem fékkst við að draga úr ofbeldi á Haítí. Marie var verkefnisstjóri í þeirri verkefniseiningu MINUSTAH sem fæst við að draga úr ofbeldi í samfélaginu.

„Ég hef verið að starfa í þeirri deild MINUSTAH sem hefur að markmiði sínu að því að draga úr ofbeldi í samfélaginu (CVR) síðan í maí 2012 sem verkefnisstjóri í áætlunareiningunni. Hlutverk mitt er að auðkenna, velja úr og þróa verkefni sem stuðla að því að draga úr ofbeldi innan samfélaga.

Eitt af því allra áhugaverðasta við að starfa sem SÞ sjálfboðaliði er að hafa tækifæri til þess að vinna þvert á margvísleg verksvið, sem öll hafa það að markmiði að hjálpa fólkinu á Haítí á fjölbreyttan hátt. Verandi stödd í þungamiðju tíu mismunandi CVR viðburða sem fram fóru í tilefni Alþjóðlega friðardagsins þann 21. september gaf mér einmitt slíkt tækifæri.

 

Alþjóðlegi friðardagurinn 2012

Undirbúningurinn hófst tveim mánuðum fyrr og hlutverk mitt var að samhæfa, ekki aðeins við aðrar MINUSTAH deildir og herflokka, heldur einnig við okkar haítísku samstarfsaðila sem sviðsetja mundu viðburði dagsins. Eitt forgangsverkefni var að vinna með stofnunum á svæðinu til þess að þróa í sameiningu verkefni sem stuðla mundu að skoðanaskiptum innan samfélagsins um það hvernig hægt væri að hvetja menn til þess að halda friðinn. Auk þess, þá störfuðum við náið með ríkisvaldinu á Haítí við að samhæfa verkefni. Það kom í minn hlut að sækja marga fundi í Ráðuneyti æsku- íþrótta- og almannaátaksmála (MJSAC) í því augnamiði að hvetja unga fólkið, eins og frekast var unnt, til þátttöku í viðburðum dagsins og einnig tengsl við Knattspyrnusamband Haítí (FFH) til þess að leggja á ráðin um fótboltaleiki milli MINUSTAH-liða, haítísku ríkislögreglunnar og tveggja annarra liða á svæðinu.

Eftir að mikil áætlanagerð hafði átt sér stað með sérhverjum samstarfsaðila, þá var það mér sérstök ánægja hversu vel tókst til með alþjóðlega friðardaginn. Einn alvinsælasti viðburðurinn var úrslitaleikurinn í vikulöngu móti sem kallaðist ‘Leikurinn um Frið og Öryggi’ milli fótbolta- og körfuboltaliða skipuðum ungmennum úr mismunandi hverfum í Cité Soleil, sem er eitt af alviðkvæmustu svæðunum í Port-au-Prince. Á þessu sama svæði gerðist það, hinn 21. september, að styrkþegar úr CVR starfsþjálfunaráætluninni tóku sig saman við börn á svæðinu til að gróðursetja tré.

Vítt og breitt um borgina, þá gengu ýmsir aðilar í lið með CVR til þess að efna til óformlegra umræðna og vinnufunda í samfélaginu til þess að hvetja til umfjöllunar um ofbeldið í samfélaginu og hvernig hægt væri að vinna saman að því markmiði að koma á friði. Inn í fjölmarga viðburðina var ofið þáttum af menningarlegum toga á borð við tónlist, dansi, sýningum listamanna og leiksýningum, en þar með er talinn heill dagur af hátíðarhöldum þann 22. september á Champ de Mars, einu helsta almenningstorginu í höfuðborginni.

Í norðursýslunni á Haítí, þá stóð CVR einnig fyrir samhæfingu við kvennasamtök á svæðinu til þess að skipuleggja friðargöngu og að efna til mikilla opinberra skoðanaskipa á opnu torgi í bænum þar sem umræðuefnið var hvernig ‘Ofbeldi hamlar efnahagslegum framförum’.

Þegar á heildina er litið, þá var þetta stórkostleg upplifun fyrir mig að geta starfað svona náið með haítískum og alþjóðlegum samstarfsaðilum við það að geta haldið uppá Alþjóðlega friðardaginn og ég hlakka til að geta starfað við sambærilega viðburði einhvern tíma í framtíðinni”.

 

Vitnisburður Mariu er ein af Röddum SÞ sjálfboðaliðanna.

Útgefið efni: Þri, 16/04/2013 - 10:27


Tweet Button: 


Info for young people in the western balkans

Vantar þig ráðgjöf sérfræðings?

Ask us!